Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 117
Andvari].
Siðaskiftaræða
75
opnar þér aldrei himnaríki. Vanatrú, sem þú hermir
eftir öðrum eins og páfagaukur, til þess að vera eins
og þeir, hugsunarlaust og áhugalaust, gerir þig aldrei
að betra manni. Sú trú ein, sem insta sannfæring
þín og samvizka geldur fylsta jákvæði við af öllu
hjarta, sú ein gefur þér þol og þrótt, gerir þig að
betra manni og verður þér til sáluhjálpar, og það
jafnt, hvort sem fleiri eða færri játa hana með þér.
Sá einn sannleikurinn getur gert þig frjálsan, sem þú
sjálfur finnur að er sannleikur. Fullkomið trúarfrelsi
er því sjálfsagður réttur hvers einasta manns.
En öllu frelsi fylgir ábyrgð, ábyrgð á því, hvernig
með það er farið. Til þess að menn kunni með frels-
ið að fara, þurfa þeir fræðslu. Guð vill, að allir verði
hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. Það
er því heilög skylda kirkjunnar og mannfélagsins,
að láta öllum þá fræðslu í té, er þeir þurfa með til
þess að geta fárið með frelsið og fundið veginn til
guðs og gengið hann af frjálsum vilja. Enginn má
fara slíkrar fræðslu á mis. Það duga því ekki há-
skólar handa fáeinum útvöldum, auðugum og gáf-
uðum. Uppfræðing, holl og staðgóð, í trú og siðgæði,
handa hverjum manni, ríkum og fátækum, karli og
konu, er skyldukvöð, sem ekki verður hjá komist.
Til þess þarf skóla handa allri alþýðu.
Með þessum kröfum er þá einnig stefnt beint í átt-
ina til fullkomins jafnréttis og bróðernis með öllum
mönnum og öllum þjóðum. Það eru í stuttu máli
dregin fram á ný meginsannindi kristindómsins, sem
um langan aldur höfðu legið að nokkru leyti í þagn-
argildi. Fyrir það er Lúther einn hinna mestu vel-
gerðamanna mannkynsins og verðskuldar ævarandi
þökk, ekki einungis þeirrar kirkjudeildar, sem við