Andvari - 01.01.1918, Page 118
76
Siðaskiftaræða
[Andvari^
hanu er kend, heldur allrar kristninnar, kaþólsku
kirkjunnar líka, því að hún vaknaði einnig við orð
hans og sneið í burtu ýmsa galla, sem hann hafði
vakið eftirtekt á.
En það er nú sorgleg reynsla allra alda, að hin
æðstu og dýrlegustu sannindi eru sein til að ná föstum
tökum á þorra manna, hann þarf langan tíma til að
átta sig á þeim og skilja þau, og venjulega fæst sá
skilningur ekki fyr en eftir margar þrautir og sár-
ustu baráttu. Svo fór og í þetta sinn. Eg hygg, að
Lúther hafi varla sjálfur gert sér fulla grein fyrir
öllu því góða og holla, sem lærdómar hans stefndu
að, og þá því síður þorri þeirra manna, er snerust
til fylgis við hann. Þar réðu eins og vant er ekki
alt af sannleiksást og réttlætis, heldur margvíslegar
hvatir, illar og góðar; en hreyfingin hljóp eins og
eldur í sinu, land úr landi og hleypti hvervetna hug-
um manna í Ijósan loga með eða móti. Lúther beitti
aldrei öðrum vopnum en orðinu, munnlegu og skrif-
uðu, þau 30 ár, sem hann stóð 1 baráttunni, en sið-
an var gripið til annara vopna, norðurálfan lauguð
heiftarblóði og frelsis og jafnréttis og mentunar kröf-
urnar troðnar undir fótum af hvorumtveggju, en þá
jafnan vaktar upp aftur af nýjum og nýjum skör-
ungum andans og ágætismönnum. Þær hafa aldrei
síðan dáið út og eru nú víðast viðurkendar í orði,
þó að enn virðist óralangt i land, að þær nái full-
um sigri.
Það leið eigi á löngu, að þessi mikla hreyíing bærist
hingað til íslands og legði það undir sig. En svo
var sigri hennar háttað hér á landi, að eg hika við
að kalla hann siðatóf, kýs heldur nafnið siðaskifti.
Sigurbraut hennar hér var blóði drifin og svívirt með