Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 120
78
Siðaskiftaræða
[Andvari.
lendingar hafi verið að öllu samanlögðu farsælasta
þjóðin í Norðurálfunni og auðugust af ágætismönn-
um í samanburði við fólksfjölda.
t*að er altítt nú á timum, að heyra kaþólsku ald-
irnar kendar við fáfræði og hjátrú, og miðaldirnar
kendar við myrkur, en ekki ferst oss íslendingum
svo að tala. Það virðist hið einlægasta alhugamál
hinna fyrstu íslenzku kaþólsku kennimanna, að
menta þjóðina, fræða hana og.siða sem bezt. Fyrsta
framkvæind hins fyrsta íslenzka biskups, ísleifs Giss-
nrarsonar, er að setja á slofn skóla í því skyni á
heimili sínu í Skálaholli, og eins og sagt er um hring-
inn Draupni, að af honum drupu nýir gullhringar
jafnhöfgir, svo drupu af skóla ísleifs nýir skólar
jafnágætir, í Haukadal, Odda og Hólum. Og fræðsl-
an bar skjótan árangur og harla glæsilegan. Nám-
fýsin var frábær, ungir menn streymdu af landi burt
til frekara náms, ekki til Norðurlanda einna, þar sem
þeir höfðu lengi verið eins og heima hjá sér, heldur
til stórþjóðanna, suður á Þýzkaland, England, Frakk-
land og Ítalíu, og dvelja árum saman við frægustu
skólana, sem þá eru til. Svo hverfa þeir lieim til að
kenna öðrum. íslenzka kirkjan andar þannig að sér,
sýgur til sín, menningu Norðurálfunnar af hinum
beztu lindum gegnum gáfuðustu syni sína; ekki til
að bæla niður innlenda menningu, íslenzka tungu
og þjóðerni, heldur til að veita lienni nýjan vöxt og
þrólt. Það er þessi kirkja, sem fullkomnar íslenzka
tungu svo, að hún verður ef till vill snjallasta og
spaklegasta tungan í heimi og skapar íslenzkar bók-
mentir, sem þá taka fram bókmentum annara krist-
inna þjóða, og hafa síðan alt til þessa dags verið
fjöregg tungu vorrar, þjóðernis og þjóðlífs. Hún reisir