Andvari - 01.01.1918, Side 121
Andvari].
Siðaskiftaræða
79
klaustur víðsvegar um landið, sjö, sem stóðu öldum
saman alt fram að siðaskiftum. Og livað voru klaustr-
in? Ekki letigarðar og lastabæli eins og margir skoða
þau nú. Þau voru hvorttveggja í senn hæli og griða-
staður mönnum, er þráðu lausn frá veraldlegum um-
svifum og hvíld og frið sálu sinni, en jafnframt gróð-
urstöðvar andlegs lífs og vísindaiðkana og skólar,
jafnvel fyrir æðri og lægri. Vér stöndum i skuld við
þau, sem seint verður metin. Oss lúterstrúarmönn-
um hefir verið tamast að greiða hana með fávíslegu
lasti og sleggjudómum. Kaþólskir menn hlúðu að
þeim sem bezt með ríkulegum gjöfum og virðingu.
Jafnvel þeirra gjafa njótum vér enn. þar eru nú
þjóðjarðir vorar. í öðrum löndum, þar sem auðlegð
var meiri en hér, hefir miðaldakirkjan látið eftir sig
mörg dýrleg stórhýsi. Einkum eru margar dómkirkj-
ur hennar viðfræg meistaraverk og þjóðgersemar.
Hún lét listamenn sína móta í stein lofgerð sína til
skaparans. þeir geta enn látið steinana tala um trú
hennar og tilbeiðslu, löngun og þrá eftir lifanda guði.
Kaþólska kirkjan hefir engin slík mannvirki eftir sig
látið hér á landi, og oft hefir henni verið ámælt
harðlega fyrir það. Enn hvað við getum verið van-
þakklát, gleymum því sem við höfum, fyrir hinu sem
vantar. Það er satt, steinarnir i Skálaholtsásum liggja
enn á víð og dreif, eins og náttúruöllin liafa fieygt
þeim til og frá. Það er enn ógerl — og hver veit,
hve lengi það bíður — að láta þá taka til máls og
lofa guð fyrir ljósið og ylinn, er lagt hefir um þessa
þjóð frá biskupssetrinu forna, löghelgaða, um langan
aldur, frá dögum ísleifs Gissurarsonar til Hannesar
Finnssonar. En oft heli eg ált leið um Skálaholtsása
og í hvert sinn hefir í huga mér ómað Hungurvaka