Andvari - 01.01.1918, Side 122
80
Siðaskiftaræða
Andvari].
og aðrar fornar sögur frá klettum og holtahörðum.
Með ritum sínum hefir fornkirkja vor gefið steinunum
mál. Það hvíslar enn mörg Hungurvakan frá ör-
nefnunum íslenzku. Eru þá þau verk minna virði en
stórhýsin suðrænu? Skárri væri það kongshöllin, sem
kaupandi væri fyrir Konungsbók. Og sjá vildi eg þá
kirkjuna, er mér væru Sólarljóð föl fyrir.
Hyggið þér að trúarlíf þjóðarinnar um þessar
mundir haíi bygt verið á hindurvitnum einum og
hjátrú? Það væri undarlegt ósamræmi. Trúarskoðanir
hennar voru auðvitað að sumu leyti á annan veg en
vorar nú og trúarlífið einnig. Sálarlíf manna var þá
yíirleilt einfaldara, óbrotnara—og einlægara jafnframt
— heldur en nú. Þar sem hugurinn var, þar var
hann heill og allur. Menn voru að því leyti líkari
börnum. En ekki stendur barnahugurinn guði fjær
og sannri trú. Enda eru enn til frá kaþólsku öldun-
um íslenzk trúarljóð, sem að helgúm skírleik, inni-
legri auðmýkt og innfjálgu trúartrausti standa jafn-
fælis því, er bezt heíir verið kveðið í lútherskum sið.
Einhver yðar munu þekkja Lilju, kvæði frá 14. öld,
er sagt er, að »allir vildu kveðið hafa«, en færri lík-
lega Sólarljóð, meir en 100 árum eldri, sem eg inundi
þó enn heldur vilja kveðið liafa.
Hinni kaþólsku trú er nú margt fundið til foráttu.
Einna fremsl dýrkun helgra manna og helgra dóma.
En ekki virðast mér íslendingar fyrst framan af öld-
um fara í því efni lengra en hófi gegnir. Það erbarna
einkenni að þurfa að hafa eitthvað sýnilegt eða á-
þreifanlegt eða söguleg dæmi til að skýra fyrir sér
eða festa í huganum andleg sannindi, og ef við vilj-
um hafa fyrir því að athuga okkur sjálf, munum við
líklega öll finna, að í þessu efni erum við ekki vaxin