Andvari - 01.01.1918, Síða 123
Andvari\.
Siðaskiftaræða
81
upp úr bernskunni. Og ekki er eg í neinum vafa um
það, að við mundum öll, bæði ung og gömnl, geta
haft gagn af því, andleg not og sálubót, að setja
okkur oftar en við gerum fyrir sjónir fögur dæmi
ágætismanna til eftirbreytni og trúarstyrkingar. Menn
trúðu þá, að hinn andlegi ósjmilegi heimur, englar
guðs og andar góðra manna væru oss æfinlega nærri,
sæju athafnir vorar, heyrðu orð vor, búnir til að
hugga og styrkja þá, er það vildu þiggja. Ekki finn
eg neitt ilt né óholt í þeirri trú. Menn trúðu þá, að
ty.rirbænir góðra manna megnuðu inikils hér í lífi,
og þá eigi síður í öðru lífi, er þeir væru komnir enn
nær hástóli guðs en liér voru þeir. Mér finst meira
en Iítið vanta í kristindöm hvers manns, sein er á
annari skoðun. Hví er það þá svo ámælisvert, þó að
menn beiddu um fyrirbænir þeirra, beiddu þá að
biðja guð fyrir sér og með sér? Eg sé það ekki,
meðan ekki var lengra farið. Til þess að sýna guð-
rækni þeirra tíma, er hér um ræðir, get eg ekki stilt
mig uin að bregða upp einu dæmi í sem fæstum
orðum frá 13. öld. Hrafn hét maður Sveinbjarnarson,
ríkur höfðingi, goðorðsmaður, vitur og vel að sér í
lögum og öllum þeim fræðurn, er þá var títt að
nema, og skáld. Hann hafði | farið víða um lönd,
komið til grafar Tómasar helga í Englandi, Jakobs
postula á Spáni, beðist fyrir í kirkjum Rómaborgar.
Með alla þá suðrænu dýrð fyrir augum biður hann
guð, að gefa sér aldrei svo mikinn auð né verald-
lega vegsemd, að það dragi huga sinn frá sælu himna-
ríkis. Hann bjó á Eyri við Arnarfjörð, og hélt uppi
ferju bæði yfir um þann fjörð og Breiðafjörð ókejrp-
is, svo að mönnuin fanst eins og brúaður væri hvor-
tveggi fjörðurinn. Öllum ferðainönnum var heimill
Andvari XLIII. 6