Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 124
82
Siðaskiftaræða
[Andvari..
matur á heimili hans, livort er þeir vildu dvelja
lengur eða skemur. Hann var smiður góður og hjálp-
aði mörgum, er þurftu. Hann var læknir mikill, og
lét ekkert tefja sig, ef hann þurfti að líkna sjúkum.
Aldrei mat hann fjár lækningar sínar né smíðar fyrir
aðra. Fátæka sjúklinga hélt hann heima hjá sér, með-
an þurfti, ókeypis. Óvini sínum, er situr um líf hans,
fyrirgefur hann hvað eftir annað, gerir honum ekki
grand, þó að hann hafi ráð hans í hendi sér. Vini sín-
um kveðst hann veita skulu til laga en ekki ólaga.
Menn hans fá hann ekki tii að berjasl kvöldið fyrir
Jakobsmessu. Svo ríkar eru þá í huga hans helgar
minningar. Síðasta kvöldið sem liann lifði og átti
sér einskis ótla von, lét hann lesa sén Andrésardrápu,
um líflát Andrésar postula, og talaði lengi um það
efni. í drápunni er lýst hugprýTði og sigurgleði sak-
lauss píslarvottsins í kvölum og dauða. Þegar svo
óvinirnir koma á óvart síðar um nóllina, vaknar
haun fyrslur manna, og er þeir bera eld að húsum
og úti er öll griðavon, en teptar allar útgöngudyr,
þá syngur hann fyrst óttusöng með prestum sín-
um, eins og ekki sé um að vera, gengur síðan á
vald fjandmanns síns, til þess að kaupa grið bæ sín-
um og heimamönnum. Og er hann svo hefur neytt
altarissakramentisins með viðkvæmum iðrunartárum,
tekur hann banahögginu með fordildarlausri hugar-
rósemi. Svo lifir og deyr gagnkristinn maður ka-
þólskur í byrjun Sturlungaaldarinnar.
Eg hef farið um þetta efni svo mörgum orðum,
og þó færri en eg vildi, af því að eg vil ekki að þið
haklið, að hin forna kirkja iands vors, þessi andlegi
lífgjafi og ijósgjafi gullaldar vorrar og andlega móðir
þjóðar vorrar í meira en 500 ár, liafi verið nein her-