Andvari - 01.01.1918, Side 125
Andvari].
Siðaskiftaræða
83
kerling eða ófreskja, meðan hún stóð í blóma sínum
og fékk að njóta sín. Vér skiljum þá líka betur,
bversu sárt það var börnum hennar mörgum við
siðaskiftin að slíta trygðir við hana, og bvernig jafn-
vel ýmsir beztu og vitrustu menn eftir siðaskiftin
horfðu um öxl til hennar með lotningu og söknuði.
En hins er ekki heldur að dyljast, að henni hafði
hnignað hörmulega og stórspilzt, er stundir liðu fram.
Hún hafði komist undir erlend yflrráð. íslenzka
kirkjan hafði mist sjálfstæði sitt. Hún fékk eigi
um langan aldur að kjósa sjálf biskupa sína. Meðan
hún var sjálfráð, kaus liún eintóma ágætismenn.
Eftir það voru yfir hana settir útlendir biskupar, ó-
kunnugir háttum og lögum, landi og þjóð, oft mis-
indismenn, ágjarnir til fjár og valda. í stað móður-
legrar fræðslu og leiðsagnar og föðurlegs aga og um-
hyggju kemur köld harðsljórnin, sem heimtar blinda
hlýðni í ytri hegðun og hegnir undir eins, er út af
ber. með þungum refsingum og eignamissi. Skólarnir
leggjast niður, bókmentir falla úr sögunni, klaustra-
menn og klerkar leggjast í leti og sukk, öllu and-
legu lífi hnignar, en biskuparnir gerast auðugir stór-
höfðingjar, er allir- hljóta að lúta, ríkir og óríkir,
hvort sem ljúft er eða leitt, hvort sem málstaðurinn
er réttur eða rangur; þá taka þeir sér heimild til að
loka fyrir mönnum eða opna eftir geðþótta sínum
dyrum himnaríkis, og menn venjast á að líta á boð
þeirra og bann eins og lögmál guðs sjálfs. Orði guðs
er haldið leyndu fyrir almenningi. Frelsarann sjálí-
an, eins og hann birtist í guðspjöllunum, þekkir
enginn maður lengur, ekki einu sinni prestarnir
sjálfir. Biblían var ekki til nema á latínu, sem sár-
fáir skildu. Menn hugsa einkum til frelsarans, þegar
6*