Andvari - 01.01.1918, Side 126
84
Siðaskiftaræða
| Audvari.
hann kemur til efsta dóms í djTrð sinni, og þeir
skjálfa fyrir reiði hans og réttvísi. Til þess að stand-
ast á þeim mikla degi, reyna menn að kaupa sér
hyili helgra manna, einkum Maríu, móður Jesú, í
þ.ví trausti, að drottinn vægi þeim sekum fyrir bæna-
stað hennar. Menn flytja henni lofgjörð og hjart-
næmar bænir, dýrka myndir hennar og líkneski og
gefa fé til, og annara helgra manna, svo að nærri
stappar skurðgoðadýrkun. Aftur á móti er eins og
frelsarinn sjálfur og faðirinn himneski færist fjær og
fjær og menn þori ekki lengur að nálgast hann eða
flýja í faðminn hans, nerna fyrir meðalgöngu helgra
manna og kirkjuvaldsins. Hér eins og í öðrum lönd-
um elur kirkjan á þessum hugsunarhætti og gcrir
sér að féþúfu. Klerkarnir voru í þeim efnum litlu
vitrari en aðrir, heldur blindir leiðtogar blindra. Það
er eina afsökunin. En vert er samt að geta þess, að
þegar hingað keinur sendimaður páfa til að satna
hér fé með því að selja syndakvittun, þá lýsir Skál-
holtsbiskupinn því yfir, að hann muni ekki banna
þá sölu, fyrst hún sé páfans boð, en enginn sá, er
hlíta vilji sínum ráðum, skuli sinna henni. Þetta var
um sama leyti og Lúther hóf mótmælin í Þýzka-
landi. Þessi biskup var íslendingur, Stefán Jónsson.
Þá var kirkjan islenzka aftur tekin að kjósa biskupa
sína, og margt bendir til, að andlegt lif og ljósþrá sé
tekin að vakna í landinu af nýju. Stefán biskup
hefur aftur selt skóla á stólinn. Yngri menn leita
aftur suður í Iönd til háskólanáms, Jón Arason Hóla-
biskup sendir son sinn til Þýzkalands eftir prent-
smiðju og lætur prenta hina fyrstu guðsorðaók á
íslandi.
Verzlunarskifti íslendinga um þær mundir hnigu