Andvari - 01.01.1918, Side 128
86
Siðaskiftaræða
[Andvari
og biðu betri tíma. Og litlu síðar er Gissur kosinu
til biskups í Skálaholti.
Ef íslendingar hefðu nú fengið að vera einir um
hituna, hver hefði þá orðið saga siðaskiftanna hér
á landi? Vafalaust öll önnur. Eg býzt við, að þá
mundi eg ekki hika við nú að kalla þau siðabót.
Eg treysti svo forkólfum hins nýja siðar, að þeir
mundu hafa kunnað sér hóf og farið að engu óðs-
lega. Þeir báru höfuð og herðar yfir alla menn í
biskupsdæminu að vitsmunum, lærdómi og skörungs-
skap. Eg veit ekki af neinum meðal klerka þar, þeg-
ar Ögmund biskup leið, er líklegur hefði verið til að
rísa móti þeim með ofbeldi. Þeir, sem nafnkunnastir
eru, voru meira að segja innan skamms allir á þeirra
bandi, að einum undanteknum, sem var hæglátur
maður og friðsamur og ekki líklegur til uppreistar.
Gissur biskup var að vísu einbeiltur og röggsainur
áhugamaður, og hefði vafalaust illa þolað að horfa
á eða vita af því í biskupsdæmi sínu, er í augum
hans var villa og hjáguðadýrkun. En hann hafði
samt sýnt það, að hann brast hvorki stillingu né
þolinmæði til að bíða færis og sæta lagi. Auk þess
stóð honum til annarar handar maður, sem liann
virti manna mest og var aldavinur hans, Oddur
Gottskálksson, lærður maður, stórvitur og manna
góðgjarnastur; eins einlægur siðbótamaður og Gissur,
en vissi af eiginni reynslu, hvað það er, að berjast
við efasemdir, hugheill trúmaður, sem leitaði sann-
leikans fyrir sjálfs hans sakir, en eigi af neinum hags-
munavonum. Slíkum mönnum er jafnan bezt trú-
andi bæði til að sannfæra aðra menn og eins til hins,
að virða trú annara manna. Reynsla sjálfra þeirra
kennir þeim að skilja aðra menn, þó að þeir séu á