Andvari - 01.01.1918, Page 129
Andvari].
Siðaskiftaræða
87
annari skoðun. Ef nú Gissur hefði fengið ráð á, þó
að ekki væri nema einu, klaustrinu tíl að koma þar
á fót kennimannaskóla undir handleiðslu bezta
manns liinnar nýju stefnu, þá þætti mér undarlegt,
ef henni hefði ekki brátt orðið gott til liðs og unnið
alþýðu manna sinátt og smátt, svo að hún vissi varla
af trúarskiftunum. Þá trú hef eg á krafti sannleik-
ans og heilbrigðri skynsemi alþýðu. Vér höfum dæm-
ið fyrir oss: Þegar kristnin var lögtekin hér á al-
þingi, gættu fylgismenn hennar svo hófs, að þeir
leyfðu heiðnum mönnum að halda siðum, er þeir
sízt vildu missa, jafnvel að blóta gömlu goðin á laun,
en eftir hálfan mannsaldur hafði kristnin sigrað
heiðnina svo gjörsamlega með sannleiksaíli sínu, að
hinar heiðnu undanþágur voru numdar úr lögum
mótmælalaust, að því er kunnugt er. Bar þar þó
miklu meira á milli en þar sem kaþólskan var og
lúterstrúin. En þá voru íslendingar einir um hituna
og sjálfráðir.
Nú var ekki því að heilsa. Þeir lutu nú Dana-
konungi illu heilli. Þar í Danmörku hafði njdega
höfðingjalýðurinn með herskildi hafið til konungs-
tignar Kristján III. til að geta í skjóli hans stigið á
háls klerkalýðsins og auðgast á kostnað kirkjunnar.
Fyrsta verk Kristjáns konungs var að valdbjóða nýja
siðinn í Danmörku og slá eign sinni á auðæfi kirkj-
unnar. Norvegur hafði einnig gengið honum á hönd
mótstöðulitið: og þegar svo var komið, töldu íslend-
ingar sér einnig skylt að gerast þegnar hans sam-
kvæmt gömlum sáttmála og venju. Þeir gengu hon-
um því til handa á alþingi mótstöðulaust, enda þótt
þeim segði þungt hugur um hinn nýja konung. Þeg-
ar áður en hann var orðinn konungur íslendinga,