Andvari - 01.01.1918, Page 130
88
Siðaskiftaræða
[Andvari.
hafði hann lengi verið að braska í því að sprengja
út fé til láns hjá Englandskonungi, og vildi annað-
hvort veðsetja honum ísland eða selja honnm það í
staðinn. Sýnir það allvel innræti konungs og ráð-
gjafa hans og göfuglyndi, að ætla að selja tilvonandi
þegna sina öðrum konungi fyrir peninga að þeim
fornspurðum og óvitandi, og í fylsta samræmi við þessa
byrjun var síðan öll framkoma þessa konungs og manna
hans við íslendinga. Þeir kveiktu þá óvild til Dana
hér á landi, er aldrei síðan hefur kulnað út.
Þegaráður en Gissur varð biskup, höfðu danskir kon-
ungsmenn haft hér í frammi margs konar óhæfu, rænt
klaustur, misþyrmt saklausu og varnarlausu fólkinu,
og svívirt það, sem öllum guðræknum mönnum var
og er heilagt, alt í nafni konungs og hins nýja sið-
ar. Alþýðan, sem ekki þekti nýja siðinn af öðru,
dæmdi hann auðvitað eftir þessum ávöxtum hans,
trúna af verkunum, og hugði, að hann væri ekki
annað en vantrú og guðleysi. Þegar konungur því
næst án frekari greinagerðar bauð Iandsmönnum að
ganga undir þenna nýja sið, færðust þeir undan sem
vonlegt var. Konungur sendir þá hermenn og kúgar
alþingi með vopnuðu herliði til að játast undir boð-
skap konungs, og lætur jafnframt níðast á uppgjafa-
biskupnum, örvasa og blindum, sem alþýða manna
bar hina mestu lotningu fyrir, flytja hann af Iandi
og ræna eigum hans föstum og lausum.
Um þessar mundir tekur Gissur við biskupsdómi
og til starfa. Þessum konungi hafði hann orðið að
sverja hollustu. Með þvílíkum samverkamönnum átti
hann nú að leiðrétta skoðanir manna, trú og siðu.
Það liggur nokkurn veginn í augum uppi, hversu auð-
velt það mundi reynast, þegar konungur og þjónar