Andvari - 01.01.1918, Page 131
Andvari].
Siðaskiftaræða
89
hans höfðu búið honum í hendur með slíkum hætti,
vakið óbeit almennings og andstygð á málstaðnum.
Ótrauður hófst hann samt handa. Hann fer á kon-
ungs fund. Konungi finst mikið til mannsins og læt-
ur í ýmsu að orðum hans. Gissur virðist koma honum
í skilning um, að fyrst og fremst þuríi að veita fólkinu
á íslandi fræðslu um trúmálin og annað, og fær hann
til að skipa svo fyrir, að breyta skuli klaustrunum
í skóla og verja eignum þeirra landsmönnum til upp-
fræðingar. En óðar en Gissur var farinn heimleiðis,
afturkallaði konungur með nýjum bréfum þessar
fyrirskipanir sínar og dró í sinn sjóð klaustrin og
allar eignir þeirra. Gissur varð þannig af þessari
hjálp, sem í öllum öðrum löndum var meginstoð
siðabótarinnar. Hann varð því að spila á sínar spýt-
ur og lá ekki á liði sínu, en það var ekki hægt um
vik, þar sem bæði skorti prentsmiðju og skóla. Þó
er óvíst, hverju hann hefði áorkað, ef hans hefði
lengi notið við, að minsta kosti verður engin upp-
reisn gegn honuin og Danir hafa liægt um sig á
meðan. En svo deyr hann skyndilega rúmlega þrítug-
ur að aldri. Þá fer alt i bál. Konungi og Dönum
gefst aftur færi á að setja kórónuna á siðbótar-
starf sitt á íslandi með því að taka af lífi Jón Ara-
son og sonu hans, ekki einungis án dóms og laga,
heldur þvert ofan í löglegan dóm, þröngva siðan
landsmönnum af nýju inni í hring vopnaðra her-
manna til að sverja hollustu þeirri trú, sem allur þorri
þeirra vissi ekki hvað var og hataði — meira að segja
— hlaut að hata í hjarta sínu eftir öllum atvikum. Hitt
eru smámunir, þó að það væri ekki til þess lagað
að bæta íslendingum fyrir brjósti, að konungsmenn
áréttuðu þessi afrek sín með því að ræna klaustra-