Andvari - 01.01.1918, Síða 132
90
Siðaskiflaræöa
lAndvnri.
og kirknafé og gripum, enda hafði konungur í er-
indisbréfi látið þá von í ljósi, að guð almáttugur gæfi
honum nokkuð herfang í ferð þeirra. Sá hefði þurft
að lesa upp 2. boðorðið.
Þetta gerðist um miðja 16. öld, og með því er
talið, að siðabólin hafi verið komin á hér á landi.
Eg ætla að flestum skiljist, að það eru gífurleg öfug-
mæli að komast svo að orði. Landsmönnum hafði
verið þröngvað til að taka upp n5Tja siðu við guðs-
dýrkun sína og kirkjufyrirkomulag, en hvaða bót er
í nauðungarsiðum, sem enga rót eiga sér í hugarfari
manna eða eru þeim jafnvei þvert um geð? Mönn-
um var fyrirmunað að snúa bænum sínum til helgra
manna, hegning við lögð að sýna þeim elsku og
lotningu eins og venja hafði verið. Mönnum fanst
eins og þeir væru með því sviftir kærustu ástvinum
sínum, vernd og athvarfi í lífi og dauða. Pað vant-
aði, sem þurfti að ganga á undan: að kenna fólkinu
að eiska Jesú, eins og guðspjöllin sýna hann, og
föðurinn á hiinnum, eins og Jesú kendi oss að þekkja
liann. Ef það er fengið, þá fellur um koll af sjálfu
sér öll tilbeiðsla á mönnum; þá verður athvarfið eitt,
örugt og eilíft, föðurhöndin, föðurfaðmurinn. Menn
voru reknir til kirkju með harðri hendi, jafnvel húð-
strokur og eignamissir, ef vanrækt var, en geta má
nærri. hve áhrifamiklar hafa verið kenningar prest-
anna á hugi fólksins, sem taldi þá villutrúarmenn
og svikara við sína gömlu trú, og hefði helzt viljað
hrækja á þá og allan þeirra boðskap, ef það liefði
þorað. IJað vantaði, að senda fólkinu kennimenn,
sem hefðu bæði mentun og manngæði til að skilja
það og laða það að sannleikanum. Höfuðatriði, meg-
inblessun siðbótar Lúthers, samvizkufrelsið og þar