Andvari - 01.01.1918, Page 134
92
Siðaskiftaræða
lAndvari,
ránlega djöfla- og galtlratrú, sem kveikti hér brennu-
bálin á næstu öld eftir.
Sama var aðferðin í borgaralegum efnum. Hegn-
ingarlögin eru hert voðalega. Konungur þröngvar
landsmönnum til þess sárnauðugum. En siðferðið
batnaði ekkert við það, hvað þá hugarfarið. Einung-
is óttinn vex, og með honum hræsni og lítilmenska.
Menn liafa hér farið allþungum orðum um harð-
neskjuna í hegningardómum kaþólsku klerkanna,
meðan þeir réðu lögum og lofum í þeim efnum. En
livað er hún á móti því, sem á eftir fór. Kirkjan hér
hélf sér þó oftast viö þessí orð: »Guð vill ekki dauða
syndugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi«.
Hún tók menn trauðla af lífi, en lét þá sæta hörð-
um refsingum líkamlegum og þungum fébótum, ef
auðugir voru. Og þegar seki maðurinn hafði fullnægt
dóminum, þá var hann barn liennar eftir sem áður
og sæmd hans i mannfélaginu ekki skerð. Eflir siða-
skiftin, þegar konungur hefur tekið sakamálin í sín-
ar hendur. eru menn liflátnir, fleiri eða færri á hverju
ári, og konungur hirðir eigurnar, ef nokkrar eru.
Fyrir minni yfirsjónir eru menn liúðstrýktir og brenni-
merktir æfilangt. Fað er satt, að kaþólska klerka-
valdið hverfur með siðaskiftunum, og því er ekki að
neita, að það var orðið ægilegt og þurfti að þverra,
en þó má ekki gleyma hiuu, að það hafði haldið
konungsvaldinu í skefjum. Og eg efast um, að nokk-
ur maður, sem með fullum skilningi og hlutdrægn-
isiaust ber saman klerkavaldið fyrir siðaskiftin og
konungsvaldið eftir þau, telji íslendinga hafa grætt
á þeim skiftum. Biskupsvaldið var þó orðið innlent,
þar sem konungsvaldið var útlent. Fjársafn biskup-
anna er kyrt í landinu, en konungnr eignast fimta