Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 135
Andvari].
Siðaskiftaræða
93
hluta allra jarðeigna í landinu og afgjaldið fer t'il
Danmerkur. Biskupstignin var ekki arfgeng, um hana
gat hver íslendingur kept sem vildi. Vegurinn var
lærdómur og skörungsskapur. Vegurinn til upphefð-
ar eftir siðaskiftin var venjulegast sá, að smeygja sér
innundir hjá konungi eða gæðingum hans; og til þess
«ru sjaldan mestu mennirnir bezt fallnir né göfugmann-
legustu ráðin helzt tíðkuð. Fyrir mitt leyti er eg í
engum vafa um það, að útlenda konungsvaldið, eins
og með það var farið eftir siðabótina, var meir sið-
spillandi og niðurlægjandi fyrir íslendinga heldur en
biskupsvaldið áður. Fram að siðaskiftunum hygg eg,
að íslendingar hafi að öllum manndómi staðið mjög
jafnfætis öðrum þjóðum og í andlegu lífi og menn-
ingu alþýðunnar flestum framar, þó að æðri skóla-
mentun væri á lágu stigi. En eftir siðaskiftin verða
þeir meiri og meiri ættlerar og eftirbátar. Við hin
fyrri siðaskifti, þegar kristnin er lögtekin af frjálsum
vilja, hefst stórkostleg framför, og næsta öld verður
gnllöld landsins. Við síðari siðaskiftin, þegar lands-
mönnum er þröngvað lil lúterstrúar, hefst afturför
og næsta öld’in verður eymdaröld. Gæti eg bezt hugs-
að, að andlegt ástand íslendinga hafi verið einna
aumast þá að öllu samanlögðu.
Má vera, að yður fmnist eg vilhallur í dómi og
halda furðu mikið taum kaþólskunnar gegn nýja
siðnum, þar sem eg er þó lúterskur prestur. Eg
minni þá aftur á það, sem eg sagði i upphafi þessa
máls, og hvika hvergi frá því. Eg vona einnig, að
þér skiljið af því, er eg hef síðan sagt, að eg hygg
kaþólsku kirkjuna hér á landi, þegar dregur að siða-
skiftunum, minna spilta heldur en suður í löndum,
þó að hún liefði hér líka ærna þörf siðabótar. t*á