Andvari - 01.01.1918, Síða 136
94
Siðaskiftaræða
Andvari),
vbna eg og, að yður hafi enn fremur skilist, að siða-
skiftin, eins og þeim var hér komið á, með útlendu
hervaldi og óhæfuverkum, voru lítið annað í fyrstu
en afskræmi af hinni upprunalegu og sönnu kenn-
ingu Lúthers. Gullsins gætir helzt til lítið, þegar sorpi
er haugað utan um það og ofan á það. Ljósið sjálft
getur mist birtu sinnar, þegar það er hulið í svælu
og reyk. Guði sé lof, að það glaðnaði til, er stundir
liðu. Ljósið var kveikt af mönnum eins og þeim
Oddi og Gissuri, og sloknaði ekki aftur. Bráðum
vöktust upp nýir ágætismenn til að glæða það: Guð-
brandur með biblíuþýðingu sinni og bókaútgáfu,
Brynjólfur með stjórnsemi sinni og skólahaldi, og þó
einkum Hallgrímur með trúarljóðum sínum. P’ó að
biblía Guðbrands lægi ólesin í hillunni, kváðu Passíu-
sálmar Hallgríms við bergmál í livers manns hjarta
öld eftir öld. Lof slíkra manna má aldrei deyja á
íslandi.
En á hinn bóginn get eg lika fúslega játað það,
að i mínum augum skiftir ekki miklu máli um nöfn
trúarllokkanna; og orðalagið á lærdómum þeirra ætla
eg [einnig að minna skifti en margur liyggur. Sú
trúin er mér kærust, sem göfgar mennina mest, bætir
þá bezt, dregur hug þeirra guði næst, liverju nafni
sem hún nefnist. Mátt til alls þessa hafa þær syst-
urnar, kaþólskan og lúterskan, átt á öllum öldum
um og eiga enn þá. Pað, sem í mínum augum er
eiginlegasta eðli og höfuðkostur lúterslrúarinnar og
gerir mér hana kærasta, er frjálslyndi hennar og sí-
vakandi sannleiksþrá. Sannleiksþránni fylgir einurð
til að kannast við, að þekking vor allra er í molum,
enginn maður né mannleg stofnun hefir að geyma
allan sannleikann. Henni fylgir og auðmýkt, sem