Andvari - 01.01.1918, Page 137
Andvari].
Sióaskiftaræöa.
95
kannast við vanmátt hugsunar vorrar og skilnings
til að komast að sannleikanum af eigin ramleik, og
þrýstir oss því að fótskör hins mikla meistara, er
einn manna vissi tilhlítar sannleikann. þar er leiðin
til sannleikans öllum opin, vitrum og fávísum, ekki
fyrir heilabrot og vísindarök, heldur með því að lifa
sig betur og betur inn í orð hans og anda og fylgja
lærdómi hans og eftirdæmi. Þar er spekin, sem öll-
um getur fullnægt, siðabótin eina, sem mannkyninu
nægir, siðabót með þessari játningu: »Einn er drott-
inn, ein trú, ein skírn, einn guð og faðir allra, sem
er yfir öllum og með öllum og í öllu«. Siðabót, er
selur á mennina aðalsmerkið eina, sem konungur
sannleikans fékk lærisveinum sínum til auðkennis,
að þeír elski hver annan. Eigum vér þá ekki öli
saman að snúa huga og máli til hans að lyktuin
með bæn um slíka siðabót lieiminum öllum, og gefa
honum einum dýrðina með lofgerðarorðum vors
mesta siðabótarmanns: Son guðs ertu með sanni, o.
s. frv.