Andvari - 01.01.1918, Page 139
Andrnri].
Austan hafs og vestan
97
inu í Vesturheimi. Fyrirlesarinn liættir sér ekki út
fyrir íslendinga-bygðirnar fyrr en hann kemur að
skólaástandinu. Á það virðist hann leggja dóm yfir-
leitt í allri álfunni. Segir hann mjög rétt frá því, að
miklu fé sé varið til skólanna í Vesturheimi og að
þeir sé margir og glæsilegir. En svo segir hann, að
árangurinn af öllu skólastaríinu sé miklu minni en
við megi búast. Má sjá það af ummælum lians um
skólamál, að hann muni ekki nógu kunnugur þessu
máli, til þess að leggja þennan dóm. Ástand skól-
anna í Vesturheimi er feikilega mismunandi. Þeim,
sem bezt þekkja til, ber saman um, að þar sé bæði
til þeir bezlu og lökustu skólar, sem til sé. Má vera,
að höfundurinn hafi verið svo óheppinn að kynnast
lélegum skóla, en þá hefði hann ekki átt að draga
svo víðtækar ályktanir, sem honum hefir á orðið.
Höf. segir, að börnin eigi ekki að búa sig undir
kenslustundirnar heima hjá sér. Það sé ekki ætlast
til þess í skólunum, enda geri þau það ekki. Um
þetta atriði er það að segja, að í flestum skólum er
börnunum ætluð allmikil heimavinna. Er það gott
og blessað þar sem húsakynnum hagar svo, að barn-
ið geti haft næði, notalega birtu, loft og mátulegan
hita, og jafnframt, að barnið hafi einhvern til að
greiða fram úr erfiðleikum þess við námið. Þar sem
þetta er alt fyrir hendi, er þó tvent að óttast: 1. að
ofmiklu nárni sé haldið að barninu. Ef það er hálf-
an daginn i skólanum og hálfan daginn að námi
heima, er hætt við, að slíkt orsaki blóðleysi og sjúk-
dóma. 2. að heimavinnan sé unnin fyrir barnið, en
ekki með því. Ef barnið kemur i skólann með rit-
æfingu eða lieimadæmi, eða livað það nú er, þá er
freisting fyrir það að halda því fram, að þetta haíi
Andvari XLIIl. 7