Andvari - 01.01.1918, Síða 140
98
Austan hafs og vestan
lAndvari.
það sjálft gert, jafnvel þótt það sé að meira eða
minna leyti verk annara. Er þetta siðferðislegur voði
fyrir barnið, auk þess, sem það kemur því til að
treysta hjálp annara í staðinn fyrir að treysta á eig-
in|krafta.
Sú alvarlega spurning hefir vaknað hér, hve mikið
heimanám mætti heimta af börnum, og hvort sann-
gjarnt væri að heimta það sama af þeim öllum.
Þessi spurning hefir vakið ítarlegar rannsóknir á
heimilisástandi barna. Gæti eg tilfært ótal skýrslur,
sem allar sýna það, að tiltölulega fá börn hafa skil-
yrði þau, sem nauðsynleg eru til heimanáms. Meiri
hluti þeirra verður að nema innan um annað fólk.
Námsgreinir eru orðnar margbreyttari en áður fyrri,
og heimilin oft ófær til að greiða úr vandræðum við
námið. Heimsóknir, skemtanir og fundahöld hafa
slitið þau bönd, sem áður tengdu heimilisfólkið sam-
an 1 einingu. Hefir kveðið svo mjög að öllum þess-
um vandkvæðum við heimanámið, að sumir hafa
viljað algerlega losna við það, og láta alt nám fara
fram í skólunum. En þeir sem gætnari hafa verið og
framsýnni, vilja hafa alla þá samvinnu við heimilin
sem unt er, en af því að ómögulegt er að hafa sam-
vinnu við sum heimili, þá hafa menn fundið þá úr-
lausn að lengja tímann, sem börnin eru i skólanum,
um eina klukkustund daglega, og ætla helming liverr-
ar kenslustundar til náms. Er hverjum bekk skift
niður í þrjár deildir, yfirburða-nemendur, meðal nem-
endur og lakari nemendur. Eru oftast langfæstir i
þriðja llokknum, eru það oft börn, sem mist hafa af
kenslu sökum veikinda. Meginstarf kennarans fer nú
í það að leiðbeina þessum flokki. Fer hann að líkt
og læknirinn, sem leitast við að finna orsök og eðli