Andvari - 01.01.1918, Page 141
Andvari].
Austan hafs og vestan
99
sjúkdómsins, til þess að geta læknað hann. Vakir
kennarinn yfir öllu ástandi barnsins líkamlegu og
andlegu og öllum aðferðum þess við námið og sér
um, að enginn dragist aftur úr. Við og við lítur hann
svo eftir hinum flokkunum. Ef hann sér einhvern
viðhafa rangar aðferðir, spyr hann, af hverju þær
sé notaðar og reynir að láta börnin sjálf finna þær
réttu. Hann vinnur með börnunum en ekki fyrir þau.
Kennir þeim að nema og treysta á eigin krafta.
Skýrslurnar sýna, að þeir skólar, sem tekið hafa
npp þessar aðferðir, sj'na langtum meiri árangur af
náminu. Við þá eru langtum færri, sem dragast aftur
úr og falla við prófin og íleiri, sem stokkið geta yfir
bekki, en í hinum skólunum. Er það af því, að hér
fær einstaklingseðlið að njóta sin, og hverjum kent
að nema eins og bezt á við lians hæfi. Hefði þurft
að rita um þetta langt mál, en rúmið leyfir mér að
eins að drepa á það helzta. Mun engum dyljast, sem
viðstaddur er í kenslustundum þeim, sem hér hefir
verið lýst, að barnið lærir oft á hálftíma, það sem
það hefði ef til vill hangið yfir svo klukkutímum
skifti heima og vanist þannig á læpuskap og ómensku
og rangar aðferðir við námið. Hafa ítarlegar rann-
sóknir leitt það áþreifanlega í ljós, að þeir sem íljót-
astir eru að nema, læra mest og muna bezt, og er
það gagnstætt því, sem margir haía ætlað hingað til.
Þessi stefna, sem hér hefir verið lýst, miðar alls
ekki í þá átt að útrýma öllu heimanámi barnanna,
lieldur miðar hún að því að gera þau hæf til þess
að nema heima hjálparlaust, bæði meðan þau eru í
skólanum og eltir að þau eru farin þaðan.
Höíundurinn kemur nú með ástæðuna fyrir því,
að skólastarfið í Vesturheimi sé árangurslítið, sem sé,
7*