Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 142
100
Austan hafs og veslan
[Andvari.
að fróðleikslöngun hjá .fólkinu vanti, og að menn
lesi að eins til þess að ná sér í stöðu.
Ekki ætla eg að fullyrða neitt um það, hvaða
meginhvöt knýi miljónir nemenda í þessari álfu
til náms; má vel vera, að höf. geti rélt til, að hún sé
löngun eftir stöðu, löngun eftir að verða hæfur til að
vinna gagn. Virðist mér það frekar vert lofs en lasts.
Eða mundi sá nemandi virðingarverðari, sem leitar
þekkingar að eins vegna þekkingarinnar sjálfrar, er
svo eigingjarn, að liann hugsar að eins um sjálfan
sig og líkist Ijósinu, sem mælikerinu er hvolft yfir.
Eg virði þann meira, sem vinnur með vissu augna-
iniði. Auk þess, sem liann er líklegri til að vinna af
meira kappi, þá vinnur hann að því marki að gera
sig starfhæfan og færan um að gera meðbræðrum
sínum gagn. Hann likist Ijósinu, sem borið er hátt,
svo að það geti kaslað birtunni út frá sér og lýst
öðrum. Hér eru tvær ólíkar skoðanir. En frá þess-
um skoðunum streyma tvær gagnólíkar stefnur í
fræðslumálum. Gamla stefnan segir; fróðleikur, fróð-
leikur án takmarks. Börnin þylja heima gamlan og
góðan sannleika, koma svo í skólann og þylja þar
það sem þau muna, og gizka á það sem þau
muna ekki, til þess að þóknast kennaranum. Þessi
aðferð hefir í eftirdragi hundleiða geispandi nemend-
ur, hugsunarlausar talvélar. Nýj-a stefnan segir; viss-
an tilgang með náminu, sjálfstæða hugsun af nem-
andans hálfu um lífið. Barninu er gefið viðfangsefni,
helzt eitthvað úr samtíðinni, eilthvað sem vekur
áliuga, eitthvað sem það þarf að hugsa um. Því er
oft gefin einhver spurning og bent á bækur, þar sem
það gelur fundið svar við henni. Sá fróðleikur verð-
ur eign þess, sem það finnur sjálft með því að leita