Andvari - 01.01.1918, Síða 143
Andvarij.
Austan hafs og vestan
101
að honum. Pegar í skólann kemur, er kennarinn
ekki miðpunktur alls. Þar kappræða börnin málefnið.
Þessi aðferð hefir í för með sér kappsama hugsandi
nemendur, sem læra að nota þekkingu sína og bera
ábyrgð gagnvart sjálfum sér, en ekki eingöngu gagn-
vart kennaranum.
Það er satt, sem liöf. segir, að hér eru »fáir sem
lœra aö eins iil að vita«, fátt af bókaormum. Hér
læra menn til þess að nota þekkingu sína mannfé-
lagitiu til blessunar.
Hvað því viðvíkur, að fólkið hér skorli fróðleiks-
löngun, þá er þvi að svara, að hér er meira annríki
og minni tími til lesturs en heima. Þó fer eg aldrei
svo með Iestum og sporvögnum, að eg sjái þar ekki
fjölda fólks sokkinn niður i lestur. Marga þekki eg
hér, karla og konur, sem verða að vinna alla daga
tyrir lííi sínu; en að kvöldinu að loknu slarfi hraða
þeir sér heim, kaupa í matinn á leiðinni og elda
hann sjálfir þegar heim kemur, margir hverjir. Búa
sig í snotur föt, taka bækur sínar og fara í skóla og
eru þar tvo — þrjá tíma, koina svo heim og lesa
undir næsta dag. Sumt af þessu fólki eru íslending-
ar. Til dæmis þekki eg pill, sem um mörg ár hefir
numið þannig og jafnframt séð fyrir sér og yngri
systkinum sínuin. Að ári heíir hann lokið námi og
getur tekið að sér hálaunað starf. Annan þekki eg,
sem af eigin ramleik og vitafélaus heíir lokið há-
skólapróíi með ágætiseinkunn og tekið verðlaun fyrir
afburða fraministöðu, og gæli eg nefnt nöfn þessara
manna og margra fleiri, sem líkt á stendur fyrir, ef
þörf gerðist.
Oft má lesa um það í blöðunum liérna, að náms-
fólk hefir orðið að liætta námi vegna veikinda, heíir