Andvari - 01.01.1918, Side 144
102
Austan hafs og vestan
(Andvari.
verið ílutt á sjúkraliús og dáið. Læknarnir liafa rann-
sakað líkin og gefið þann úrskurð, að þessir ungu
menn eða konur hefðu bókstaflega lesið sig í hel.
Petta segi eg nú ekki til eftirbreytni, býst við að
fólkið heima sé gætnara en svo á námsbrautinni,
að slíkt kæmi þar fyrir, en þessi dæmi ásamt mörgu
íleira sýna það, að rangt er að ætla, að áhugaleysið
sé einkenni á nemendum á þessu landi.
Ekki veil eg, hvað fyrirlesarinn á við þar sem
hann segir, að livergi i heimi muni rígfastara skóla-
fyrirkomulag en í Bandaríkjunum. En ef hann á við
það, að skólar hér sé ófrjálslegri en annarsstaðar, þá
skjátlast honum illa, því að hvergi munu frjálslegri
skólar til, nema ef væri Gruntvig-skólarnir. Mikið
hefir verið ritað til að bera saman þýzku alþýðu-
skólana og ameríkönsku. Hafa báðir margt til síns
ágætis, og liafa verið skoðaðir sem fyrirmynd alls
heimsins. En þar kemur fratn eins og alstaðar, að
skólarnir verða eins og þjóðarandinn gerir þá. Hver
þjóð hefir einhvern megintilgang með uppeldi barna
sinna. í Þýzkalandi virðist sú stefna ráðandi að
fórna einstaklingnuin fyrir ríkisheildina. Þar er strang-
ur agi og blind hlýðni. í Bandaríkjunum hefir aflur
á móti virðing fyrir einstaklingsfrelsinu verið sú und-
iralda, sem mótað liefir þjóðlífið, alt frá þeim tíma,
er þessir synir frelsisins flýðu áþján heima fyrir og
fundu frelsið hér í óbygðunutn. Lýsir þetla sér í
ríkissljórn, skólaástandi og lleira og fleira.1) Enginn
1) Mætti í þessu samhandi minnast á nýjung þá í með-
ferð fanga, sem Mr. Osborn lietir raanna bezt komið í
framkvæmd. Væri lýsing á því nóg efni í stóra hók. En
meginhugsunin er þessi: Farir þú með fangana eins og
dýr, verða þeir að dýrum. Farir þú með þá eins og menn,