Andvari - 01.01.1918, Side 145
AndvariJ.
Austan hafs og vestan
103
þjóð í heimi hefir lagt önnur eins ógrynni fjár og
fyrirhafnar í rannsóknir um uppeldismál eins og
Bandaríkjamenn. Hefir af þeim leitt aukinn skilning
á barnseðlinu, sem af sér leiðir svo stórum mann-
legri og skynsamlegri framkomu við börnin, en áður
tíðkaðist. Alþýðuskólarnír standa öllum opnir. Mega
menn koma og fara þegar þeir vilja og velja úr
námsgreinunum eftir vild. Er þar alt ókejrpis,
meira að segja námsbækurnar og aðgangur að stóru
bókasafni. Styrkur er veittur þeim, sem fátækastir
eru. Samvinnu hefir verið komið á milli skólanna og
atvinnuveitenda, til þess að hve fátækur sem maður-
inn er, geti hann þó aflað sér mentunar, ef hann vill.
Vinnur hann þá jafnframt náminu, annaðhvort part
úr deginum, eða vissa daga af vikunni. Skólinn út-
vegar mönnum vinnu og heflr eftirlit með henni og
kaupgjaldinu. Vakir það fyrir þeim, sem hér eru
fremstir, að hver einasti borgari, sem vex upp i land-
inu, gangi í þessa skóla, en þó verður vilji þeirra
að koma liér lil greina eins og annarsstaðar. Megin-
þorri uppvaxandi fólks gengur í þá nú þegar. Þegar
i þessa skóla er komið, skín það út úr öllu, að skól-
inn, kennararnir, kenslan, alt er fyrir nemendurna.
Kennararnir eru jafningjar, hjálparmenn og leiðtogar
verða peir að mönnum; og útilokir þú manninn frá félagi
annara manna, pá tekur þú frá honum möguleikana til að
læra að hegða sér vel í mannfélaginu. Fangahúsin gerð að
skólum. Er þar reglubundið, frjálst félagslíf og ýmsar iðnir
kendar. Pegar fanginn er staðreyndur að ágætu siðferði út-
skrifast hann, og má ganga inn í þjóðfélag sitt og lifa þar
frjáls og óháður. Hefir liann þá lært að umgangast með-
bræður sína og vinna fyrir sér. Pessi stefna er nú sem
óðast að berjast áfram. Mætir hún feikna mótspyrnu eins
og alt sem nýtt er, liversu gott sem það er.