Andvari - 01.01.1918, Page 153
Andvari].
Rannsóknarferðir
111
gátu sér þar mestan orðstír: Middleton 1741, Hearne
1770—71 og Mackenzie 1780.
Jafnhliða þessum tilraunum, sem allar voru gerð-
ar til að finna vesturleiðina, var haldið áfram til-
raunum til að finna færa leið skipum norðan um
Asíu.
Á árunum 1594 —1597 gerði Hollendingurinn Wil-
lem Barenls hverja tilraunina eftir aðra til að kom-
ast þessa leið. Fann hann þá eyjuna miklu Novaja
Semlja, sem liggur norður af Síbiríu. í síðustu ferð
hans festist skip hans í ísum og fékk ekki losnað.
Létst hann því og margir af mönnum hans, en aðrir
komust til bygða eftir ótrúlegar þrautir. Á síðari
árum hafa fundist nokkrar minjar eftir Barents þar
norður frá. Nokkrar eyjar og höf á því svæði bera
nafn hans.1)
Afdrif Barents urðu mönnum til varnaðar um heila
öld, en þegar Pétur mikli var kominn til ríkis á
Rússlandi snemma á 18. öld tók hann aftur upp þá
hugsun að linna greiða verzlunarleið á sjó eða landi
til Austurlanda. Var þá í þjónustu hans danskur
maður, Vitus Bering að nafni, fæddur í Horsens 1680
og varð hann forinaður fararinnar. Ferðaðist hann
á sjó og landi með austurströnd Síbiríu og fann þá
sundið milli Asíu og Ameríku, sem við hann er kent
og heitir Beringssund, en ekki komst hann alla leið
1) í »Vinagleöi« Magnúsar Stephensen, Leirárgörðum 1797
bls. 192—218, er fróðleg ritgerð um þessar rannsóknarfarir.
Er Heemskérk par talinn formaður faranna, og má pað til
sanns vegar færast að því sumar ferðirnar snertir. Heems-
kérk var hollenskur llotaforingi (aðmíráll) læddur 1567.
Hann sigraði í sjóorustu við Spánverja hjá Gibraltar 1607,
en féll þar sjálfur.