Andvari - 01.01.1918, Page 154
112
Rannsóknarferðir
[Andvari.
gegn um það. Rannsakaði hann í ínörg ár þessar
strendur og gerði uppdrátt af þeim. Hann andaðist
af skyrbjúg á eyju fyrir norðan Sibiríu austarlega
árið 1741, og er eyjan siðan nefnd Beringsey.
Verki Berings hélt hinn heimsfrægi enski rann-
sóknarferðamaður James Cook áfram 1776—79. Cook
hafði áður farið tvær miklar rannsóknarferðir um
því nær öll höf jarðarinnar, fundið mörg lönd og
eyjar og getið sér ódauðlegan orðstír. Þetta var hans
þriðja og síðasta ferð. Sigldi hann úr Kyrrahafmu
norður um Beringssund og austur með Ameríku að
norðan, og ætlaði sér þannig austur í Allanlshaf
(norðvesturleiðina), en varð frá að hverfa vegna isa.
Nú féllu rannsóknarferðir niður um stund og hóf-
ust ekki aftur fyrr en í byrjun 19. aldar. Hingað til
höfðu þær aðallega stefnt að því, að leita færrar leið-
ar fyrir skip til hinna auðugu Austurlanda (Ivína,
Japan og Indlands) annaðhvort norðan um Ame-
ríku eða Asíu. Mönnum þótti leiðin löng suður fyrir
Góðrar-vonar-höfða. Þegar ferðirnar hefjast aftur,
stefna þær beint að vísindalegum rannsóknum norð-
urhafanna og loks að fundi norðurheimskautsins.
Er þá ofl feikna-kepni milli norðurfara um það, að
finna fyrstur norðurheimskautið, eða komast því sem
næst.
Meðal þeirra fyrslu, sem þá vekja á sér eflirtekt,
er enskur hvalaveiðamaður að nafni William Scores-
by. Hann hafði lengi stundað veiðar i norðurhöfum
og gert margar ágætar athuganir. Loks bjó hann
skip sitt í reglulega rannsóknarferð (um 1806). Náði
hann norður á 81,30° n. br. og hafði enginn komist
svo langt áður. Hann kannaði einkum austurströnd
Grænlands. Fann hann þar meðal annars fjörð mik-