Andvari - 01.01.1918, Side 156
114
Rannsóknarferðir
|Andvari.
bæði farist í isum og Franklín látist 11. júní 1847.
Þegar þetta var skrifað voru flestir menn hans dauð-
ir úr harðrétti og skyrbjúg, og þeir, sem eftir voru,
fóru sömu förina.
John Ross fór fyrstu rannsóknarförina norður í
höf um líkt leyti og Franklín fór fyrstu ferðir sínar.
En þegar Franklín kom heim úr fyrri stóru ferðinni
1829, lagði Ross af stað. Var þá með honum sonur
hans, James C. Ross, »den dygtigste Navigatör Verden
nogensinde har kendt«, segir Roald Amundsen um
hann. Könnuðu þeir feðgar eyjar og höf fyrir norð-
an Ameríku og í þeirri ferð fann Ross (yngri) nyrðra
segulskaut jarðar. Eftir heimkomuna hélt Ross yngri
í hinn fræga Suður-íshafsleiðangur, sem síðar verð-
ur frá sagt. En 1850 fóru þeir feðgar enn norður í
höf að leita að Franklín, og varð sú ferð árangurs-
lítil.
Ekkja Franklíns sparáði hvorki fé né fjör til að
láta leita að manni sínum, og eftir að enska stjórn-
in hafði gefist upp, fékk hún enskan auðmann sem
Grinnel hét, til að kosta skip til norðurferðar. Hét sá
Kane, sem valinn var formaður fararinnar. Sigldi
hann norður með Grænlandi að vestan og fann þar
að lokum stórt land jöklum þakið, sem hann nefndi
Grinnels- land.
Einn þeirra manna, sem sendur var út að leita
að Franklín, var Robert M’Clure. Hann liafði fylgt
Ross-feðgum 1848—49 og getið sér góðan orðstír.
Sigldi hann norður með vesturströnd Ameríku, gegn
um Beringssund og siðan norður og auslur í íshaf.
Fann hann þá á eyjum ýmsar minjar eftir Franklin,
sem þangað hafði komið á skipum austan að. Nú
vissu menn þó loks, að til var sjóleið milli Kyrrahafs