Andvari - 01.01.1918, Side 157
Andvari).
Rannsóknarferðir
115
og Atlantshafs (norðvesturleiðin), sem fær var skip-
um, þótt ill væri. Eignaði M’Clure Franklin fund
þessarar norðvesturleiðar, þótt líklega hafi hann dá-
ið án þess að vita, hvað hann hafði fundið. Lét
hann reisa bautastein á einni eyðiströndinni og klappa
á hann nafn Franklins og þessi orð undir: »Eternal
honour for the discover of the North-West-Passagen (=
ódauðlegan heiður þeim manni, sem fundið hefir
Norð-vestur-leiðina). M’Clure lenti í miklum hrakn-
ingum og misti skip sín. Loks bjargaði honum skip,
sem sent var að leita hans, og komst hann heim
1854. Hann hlaut verðlaun þau, sem enska stjórnin
hafði heitið þeim, er fyndi norðvesturleiðina, 10,000
pd. sterl. (180,000 kr.).
Úr þessu fer norðurförum mjög fjölgandi, en ílest-
ar eru þær til þeirra landa, sem þegar eru fundin,
til frekari rannsókna, veðurathugana, segulmagnsat-
hugana, athugana á hafstrauinum og ísreki og skoð-
ana á norðurljósum m. m. Allar mentaþjóðir kepp-
ast nú um að leggja sitt fram til aukningar þessum
norðurheimsvísindum. Langflestar eru ferðir þessar
farnar til suðlægari hluta íshafsins og eyja þeirra,
sem þar eru (Jan Mayen, Spitsbergen, Grænland o.
fl.) einkum frá Norðurálfunni, en Japanir og Ame-
ríkumenn kanna höfin, sem næst liggja Beringssundi
að norðan. Hér á eftir verður ekki tíndur upp hver
einstakur leiðangur, en að eins minst stuttlega á
helstu ferðirnar.
Árið 1870 fór sænskur maður, Adolf Erik Norden-
skjöld til vesturstrandar Grænlands, einkum til at-
hugunar á skriðjöklunum þar. Lagði hann síðan upp
á jöklana og ætlaði að brjótast austur yfir landið, en
mætti svo miklum torfærum, að hann varð frá að
8*