Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 158
116
Rannsóknarferðir
Andvarij.
hverfa. Aður liann sneri við, sendi hann frá sér tvo
Finna á skíðum austur á jöklana. Skilaði þeim fljót-
ar áfram, en nokkur hafði búist við. Komust þeir
nálega á miðja jöklana og sneru þar aftur. Kom
það í ljós á ferð þeirra, að greiðfærast var um meg-
injökla Grænlands á skíðum.
Árið 1869—70 gekst hinn nafnfrægi þýski land-
fræðisfrömuður Petermann fyrir því, að Pjóðverjar
gerðu út leiðangur norður í höf. Hétu þeir Kolde-
weys og Hegemann, sem réðu ferðinni; fóru þeir norð-
ur með Grænlandi að austan, alt að 75° n. br. og
síðan á ísasleðum norður að 77° n. br. Skip þeirra
frusu föst í ísum og týndist annað þeirra, en skips-
höfnin, 200 manna, barst á ísum suður með Græn-
landi. — Næstu árin liéldu Þjóðverjar þessum rann-
sóknarferðum átram og fundu þá Frans-Jósefs-land.
Mistu þéir þá enn skip sitt og komust nauðulega
til Novaja Semlja á ísum. Þar björguðu rússneskir
íiskimenn þeim (1874).
1878 Iagði Nordenskjöld sá, er að ofan getur, í ferð
þá, er skapað hefir honum ódauðlega frægð meðal
heimskautafaranna. Það var að sigla norðan um Asiu
austur í Beringssund, norð-austur-leiðina. Hafði hann
búið sig undir ferðina nokkur ár með smærri íshafs-
ferðum, einkum til kariska hafsins. Hafði hann gufu-
skip til fararinnar, sem »Vega« hét. Með honum var
i förinni danskur sjóliðsforingi, A. Hovgaard, sem
mörgum er kunnur hér á landi. Sóttist þeiin ferðin
seigt og fast, og mættu þeim margar þrautir, en svo
lauk, að þeir komust um sumarið austur fyrir nyrstu
skaga Sibiríu og höfðu veturvist skamt frá Berings-
sundi. Árið eftir, þegar ísa leysti, sigldu þeir suð-
ur um sundið til Japan. Voru menn þá orðnir luædd-