Andvari - 01.01.1918, Side 159
Andvari].
Rannsóknarferöir
117
ir um þá, og var farið að senda skip út til að leita
að þeim. — Heimför þeirra frá Japan var sönn sigur-
för, og var þeim fagnað sem konungum hvar sem
þeir komu. Þegar þeir komu heim til Stokkhólms
var þó mest um dýrðir. Allir, sem vettlingi gátu vald-
ið, tóku þátt í þeiin fagnaðarlátum. Þá stóð 12 ára
drengur við hiið föður síns uppi á einni hæðinni
við Stokkhólm og horfði á, er allur skipaflotinn úr
liöfninni sigldi út á móti skipi Nordenskjölds, en
Iand og sjór skulfu af skolhríðinni. Þessi stund varð
drengnum örlagastund. Hann ásetti sér þá, að eiga
einhverntima slíka heimkomu til Svíþjóðar — og
tókst það meira en 30 árum síðar. Drengur þessi
var Sven Hedin.1')
1888 gekk Friðþjófnr Nansen við nokkra menn
þvert yfir Grænlandsjökla á sldðum. Lét hann ílytja
sig að austurströndinni langt norðan við bygð og hóf
þaðan jökulgönguna vestur yfir landið. Kom hann
ferðinni fram slysalaust og varð hún allfræg, því að
enginn hafði gengið yfir þvert Grænland fyrri.
Á þessum árum lögðu Danir sig mjög fram að
kanna Grænland, fanst það standa sér næst er þeir
töldust eiga landið. Tókust margar ferðir þeirra mjög
giftusamlega. Könnuðu þeir strendur landsins mest-
allar, bæði bygðar og óbygðar, og fóru stundum langt
inn á jökla. Eru þessar ferðir kendar við ýmsa, svo
sem Jensen, Kornerup, Holm, Rijder, Garde o. fl. Hefir
þeim verið haldið áfram til þessa dags og verður
vikið að þeim síðar. Gerðu Danir í þessum ferðum
1) í »Andvara« VI. (1880) bls. 105—132 hefir prófessor
Þorvaldur Thoroddsen ritað fróölega grein um »Norður-
ferðir Svia«.