Andvari - 01.01.1918, Page 160
118 Rannsóknarferðir [Andvari.
uppdrált ágætan af meslöllum ströndum landsins og
höfum kringum það.
Nú kemur til sögunnar sá maður, sem einna mest-
an orðstír hefir getið sér allra norðurfara, og það er
Ameríkumaðurinn Robert Pearg. Hann er fæddur 1856
og síðan 1886 hefir hann helgað alt líf sitt norður-
heimsrannsóknum. Hafa Ameríkumenn kostað ferðir
hans og hefir hann hvorki skort menn né fé, enda
hefir hver ferð hans orðið annari frægari. 1891 komst
hann norður fyrir Grænland, og gat sannað, að það
væri eyland, en ekki samfast heimskautslöndunum,
og hafísinn á hreyfingu alt í kring um það. í þeirri
ferð var með honum ungur og ötull norðmaður,
Astrap að nafni, kannaði hann jöklana við Melville-fló-
ann og þar norður af. í þessum og seinni ferðum
fann Peary nýjan flokk skrælingja við York-höfða
norðan á Grænlandi, langt frá nyrstu skrælingjabygð-
um sem kunnar voru áður. Síðan hefir Peary farið
hverja rannsóknarferðina eftir aðra til þessara stöðva,
og hefir kona hans stundum verið með honum. Mik-
ið kapp hefir hann lagt á að ná til norðurheim-
skautsins.
í júnímánuði 1893 lagði Friðþjófur Nansen út frá
Noregi í nýja rannsóknarferð norður í höf. Hafði hann
látið byggja til þeirrar ferðar lítið, þrísiglt gufuskip,
sem hann nefndi »Fram«. Var það bygt að mörgu
Ieyti með nýju sniði og ætlað beint til íshafsferða.
Var Nansen á því við 13. mann og var skipstjórinn
Otto Sverdrup. Hafði Nansen ráðið það af mörgu, að
ísbreiðurnar í íshafinu væru á hreyfingu vestur á við
og síðan suður með Grænlandi að austan, suður í
Atlantshaf. Lagði hann því í ísinn langt austur í ís-
hafi og lét berast með honum vestur eftir. Fól hann