Andvari - 01.01.1918, Page 161
Andyari].
Rannsóknarferðir
119
síðan Sverdrup skipið, en lagði norður á ísinn með
oinn mann til fylgdar, Johansen að nafni. Komust
þeir á 86° n. br. og sneru þá aftur. Lentu þeir í
miklum mannraunum og sýndu karlmensku mikla.
Loks náðu þeir suður til Frans-Jósefs-lands. Þar
hittu þeir enskan hvalveiðamann, sem flutti þá heim
til Noregs. Fám dögum seinna kom Sverdrup með
»Fram« og hafði honum einnig farnast vel.
1897 lögðu 3 sænskir vísindamenn af stað í loflfari
og ætluðu til norðurskautsins. Hét sá Andrée, sem
fyrir þeim var. Lögðu þeir upp frá Danaey við Spits-
bergen og hefir ekkert spurst til þeirra síðan. Nokk-
ur flöskuskeyti rak frá þeim — eitt hér á landi —
en öll voru þau send rétt eftir að þeir lögðu af
stað.
1898 lagði Sverdrup af stað í nýjan leiðangur á
»Fram«. Var fyrsl fyrirhugað að komast norður um
Grænland út í Atlantshaf, en frá því varð hann að
hverfa vegna ísa. Hélt hann þá skipinu vestur um
Smithsund, fyrir vestan Grænland, kannaði Grinnells-
land og fann þar mörg og stór eylönd, sem áður
voru ókunn. Var hann tvö ár í þessum leiðangri og
farnaðist honum vel.
1902—4 gerðu Danir út leiðangur til þess að kynn-
ast skrælingjum þeim, er Peary hafði fundið við
York-höfða norð-vestan á Grænlandi. Var fyrir þeirri
för Mylius Erichsen.1) Hafði hann vetrarsetu þar
1) Á Grænlandi norðarlega kyntist Mylius Erichsen og
félagar hans aldraðri konu, sem gift var manni í þjónustu
verzlunarinnar. Móðir þessarar konu var grænlenzk, en
faðir hennar var ístenzknr beykir Siguvðuv Eivíksson að
nafni. Er þar ekki um aðra að gera en Siguvð Breiðfjövð.