Andvari - 01.01.1918, Page 163
Andvari].
Rannsóknarferöir
121
bækur Mylius-Erichsens og félaga hans. Fór liann
um jökla norður eftir landinu og var tvo vetur i ó-
bygðum. Pótti ferð hans röskleg.
1909—10 gekk austurríkskur maður, de Querwain
að nafni, yflr þvera Grænlandsjökla, frá miðri vest-
urslröndinni á ská suður í Angmagsalik á austur-
strönd landsins og hafði þar vetrarsetu. För hans
mun fremur mega telja gamanför en vísindaför.
1912 fór danskur maður, Kock að nafni yfir Græn-
landsjökla norðantil, þar sem landið er breiðast.
Voru þeir fjórir saman og einn þeirra Islendingur,
Vigfús Sigurðsson, ætlaður úr Þingeyjarsýslu. Lögðu
þeir frá Akureyri í ágústmánuði snemma á Græn-
landsfari, sem skaut þeim á land á austurströnd
Grænlands norðarlega. Þar liöfðu þeir vetrarsetu, og
þaðan lögðu þeir á jöklana, voru þeir fulla tvo mán-
uði á leiðinni vestur yfir landið og farnaðist vel. Er
það ein hin mesla jökulganga, er sögur fara af.
1913 gekk hinn danski Grænlendingur, Knud Ras-
musen frá York-höfða yfir nyrstu hlula Grænlands-
jökla austur að Pearys-Iandi, og sömu leið til baka
aftur. Færði hann sönnur á það, að Pearys-land
væri áfast Grænlandi, en ekki ey, eins og margir
höfðu haldið. Þótti ferð hans röskleg með af-
brigðum.
1909—10 gaus upp sú fregn, að tveir menn þótt-
ust hafa náð alla leið til norðurskautsins, hvor í sínu
lagi. Var það Ameríkumaður að nafni Cook, alkunn-
ur íshafsfari, en hinn var Pearg, sem oft er nefnd-
ur áður. Tókst Cook ekki að færa sönnur á mál
sitt, og varð hann að fara huldu höfði, sakaður um
svik og lygar. Sögu Pearys var betur trúað, en þó
vefengja sumir hana enn.