Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 166
lAndvark
Heilsa og hugðar-eíni.
(Grein sú, er hér fer á eftir, er þýrld úr tímaritinu Tlie Independent,
New York. Hún lieitir á ensku: Hobbies and Health. Enska orðið hobby
— eða liobbies — heíi eg eltki fundið í ensk-ísl. orðabók, en hefi þýtt
það liugðarefni eða liugðar-starf. Fornyrðið liugð mun að eins fmnast i
samsettum orðum, svo sem liugðar-mál eða liugðar-erindi og merkir
iijartfólgið erindi eða mál. — Pýðandi.]
Paö er alkunnugt, að manndauði hefir minkað til muna
og meðal-ævi lengst síðustu hálfa öld. Þetta snertir þó
einkum harnadauðann, og því hefir mannsævin lengst, að
barnadauði hefir minkað. Nú leikur læknum mikill hugur
á að freista að lengja mannsævina. Pað er þó ekki ein-
lilýtt að lengja ævina, heldur verður að létta af sjúkdóm-
uni, svo að ellin — eða minsta kosti sex tugir ævinnar —
fái fremur en nú varist sjúkdómum og þeirri líkams-
hrörnun, sem oftast vill koma í ljós á þessum aldri. Pað
skilst mönnum nú fremur en nokkru sinni áður, að lífs-
þrótturinn er kominn undir elli eða æsku slagæðanna, og
því er það lífsnauðsyn að halda þeint svo ungum, sem
unt er, vegna þess starfs, sem þær vinna hjartanu. 1*6113
hefir þó veizt all-erfitt, i striti því, sem vér eigum við að
búa. Erfið verk hafa í för með sér mikla og bókstaflega
Itlóðþrýsting. Pegar vér gefum oss af áhuga við eínhverju
efni, eykst blóðþrýstingin, og hvort sem áreynsla þessi er
andleg eða líkamleg, þá verða slagæðarnar fyrir þenslu,
sem er næsta athugaverð, og likleg til að vega gegn lang-