Andvari - 01.01.1918, Side 168
126
Heilsa og hugðar-efni
[Andvari,
Hann var annars önnum kafinn um dagana og varð þó-
níutíu og þriggja ára. Langlíflr menn hafa venjulegast
verið ekki við eina fjöl feldir, en látiö eftir sig mikilsverð
afrek í ólíkum greinum. Þessu til sönnunar mætti nefna
Virchow, inn mikla sjúkdómafræðing Pjóðverja; hann
var og inn mesti mannfræðingur á sinni tíð. Mörg fleiri
dæmi mætti nefna. Hann komst yfir áttrætt og dó þá af
slysum. Pað er auðsætt, að liugðarstörf eru hverjum
manni nauðsynleg, sem verða vill langlifur í landinu meó
heilbrigðum hug og starfsþrótti. En hugðarstörf eða hugð-
arefni táknar andlegt viðfangsefni, alls óskylt hinum dag-
legu störfum, sem dregur blóðið frá þeim hluta heilans,
sem venjulegast er önnum kaflnn við daglegar áhyggjur,
og flytur það til annara hluta hans, en hvílir á meðan
inn fyrrnefnda hluta heilans.
Venjulegast kann mörgum að virðast næsta auðvelt að
fá huganum hvíldar. En hver sem þó hefir reynt að telja
starfsmálamann á að létta sér upp frá daglegu störfunum,
sem hann hefir lengi og einvörðungu og með erliði geflö
sig við, sá maður veit, hversu læknum veitist það oft
örðugt að fá sjúklingum sinum livíldar. Einhverntíma á
sextugsaldrinum fara flestir starfsmálamenn að leita læknis;
kemur þá í Ijós, að æðakerfið er tekið að láta ásjá, en
einkennin eru enn smávægileg, gigtarstingir, óhæg melting,
vottur af svefnleysi, versnandi skapsrnunir og þverrandi
vald yfir skapsmununum, þegar eittlivað smávægilegt
gengur í móti. Petta eru hin ytri merki afturfararinnar.
Eitt ráð við þessu er að láta sjúklinginn hætta öllum
störfum sinum. En ef hann gerir það, má þó oftast búast
við, að honum fari versnandi nálega þegar í stað. Nú hefir
hann ekkert að festa hugann við, hann verður liugsjúkur
um hag sinn, telur sig í hættu staddan, úr því að læknir
hefir ráðlagt honum að hætta vinnu, og áliyggjurnar reyna
meir á æðarnar, en starfið gerði áður. Ef önnum kafinn
maður er neyddur til að hætta störfum sínum á þessum
aldri, þá snýst hann venjulega um sjálfan sig í huganum
og eyðir þrótti sínum að óþörfu, er hann hugleiðir heilsu-
far sitt, eins og hann eyddi honum áður, er liann hugsaði
um atvinnu sína. Venjulega lifir liann lengur, ef hann er