Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 18
14
Þorvaldur Thoroddsen.
[Andvari.
fræði, og bar hann þar þá þegar að þekkingu af
flestum eða öllum sambekkinga sinna. Voru þessar
fræðigreinir þó heldur þá í lítilsvirðingu, léleg kennsla
í þeim og ill læki og fá til kennslunnar. En hér
sögðu tilhneigingarnar til sín, sem oft vill verða. Á
lifandi tungum hafði Porvaldur þá og miklar mætur
og var í bezta lagi að sér sinna sambekkinga í þeim
þeirra, sem kenndar voru þá; en þær voru þá eklci
enn komnar upp á háborðið í tungumálanámi skól-
ans; mátti vart teljast, að kennsla væri veitl í öðrum
lifandi málum en dönsku og þýzku, og í þeim einum
tungum var burtfararpróf tekið. Enska og frakkneska
voru að visu að nafninu til kenndar í efsta bekk
skólans tvær stundir á viku, en ekki var próf tekið
í þeim málum. í þessum tungumálum var Þorvaldur
þá þegar vel að sér og stundaði sjálfur tilsagnarlaust
þá nám í öðrnm lifandi tungum, t. d. portúgölsku.
Þorvaldur hafði þá og yndi af söng og hljóðfæra-
slætti, lék t. d. sjálfur á gítar o. s. frv. Yfirleitt var
Þorvaldur þá hinn mesti gleði- og fjörmaður, eins
og hann var lengstum, og líktist um það i föðurætt,
lundléttur og vel látinn af öllum, einkum jafnöldrum
sínum; tók hann þá og mjög þátt í gleðskap skóla-
bræðra sinna og öllum þeim gáska, sem skólalífinu
fylgja. Þókti hann þá allra manna fimastur í snjó-
kasti, hæfinn í bezta lagi og viðbragðsskjótur. Hins
vegar var ekki trútt um það, að Þorvaldur væri þá
ekki jafnvel metinn af kenuurum sínum sumum, og
var svo með vissu um einn þeirra. Mun honum hafa
þókt lítill dugur í Þorvaldi, því að þau orð eru eftir
honum höfð við Þorvald í stúdentaveizlu, er Þor-
valdur útskrifaðist: »Aldrei verður maður úr þér,
ÞorvaIdur!« Og eru þau síðan fræg orðin. Lifði sá