Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 87
Andvnri].
Frumefnin og frumpartar peirra.
83-
gammageislarnir altaf samfara betageislunum. Om
allar þessar geislategundir mætti margt segja merki-
legt, og verður sumt af því skj'rt síðar, en mörgu
verður að sleppa, því að önnur verkefni sitja í
fyrirrúmi.
Iiin geislamögnuðu efni hafa marga hina sömu
eiginleika og frumefni; þau mynda efnasambönd á
líkan hátt og frumefnin, og þau eiga rákir í litbandi
ljóssins eins og hin frumefnin. Að vísu hefir eigi
verið unl að prófa þetta á öllum hinum geisla-
mögnuðu efnum, vegna þess að svo lítið hefir fengist
af sumum þeirra, að tilraunir þessar hefir eigi verið
hægt að gera með þau. En það er engin ástæða til
að ætla, að þau hegði sjer eigi eins og frumefni að
þessu leyti, svo sem hin af þessum geislamögnuðu
efnum, sem unt hefir verið að prófa.
En að einu leyti eru þessi geislamögnuðu efni
frábrugðin frumefnunum, sem þektust áður, og það
í atriði, sem áður var talið eitt af aðaleinkennum
frumefnanna. Frumefnunum átti eigi að vera hægt
að skifta í sundur eða að breyta í önnur frumefni.
En radíum hafði þann leiða sið, að breytast sjálfkrafa
í önnur efni, að vísu hægt, en þó inerkjanlega. Og
efnið, sem það breytist í, er frumefni, og það breyt-
ist aftur í annað frumefni, og með því lagi fæst heil
runa af frumefnum, sem öll hafa þenna sama galla
að umbreytast í önnur frumefni. Og þetta er ekki
einstakt fyrir radíum. Hin önnur geislamögnuðu
efnin umbreytast líka, þangað til komið er niður í
efni, sem er eigi geislamagnað og umbreytist heldur
ekki.
Af því að hin geislamögnuðu efni tóku þessum
hamskiftum, gat það komið til mála að skoða þau