Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 85
Andvaril.
Frumefnin og frumpartar þeírra.
81
■dvelja við hana, en hún sýndi greinilega, að oft
leita menn langt yfir skamt, jafnvel við visindalegar
rannsóknir.
Um líkt leyti og þessar uppgötvanir voru gerðar
og þó öllu seinna, voru í Frakklandi gerðar merki-
legar rannsóknir, sem einnig urðu til þess, að menn
fundu ný frumefni. Jeg á hjer við rannsóknir á
geislamögnun og geislamögnuðum efnum. Fyrstu
rannsóknir í þessa átt gerði franskur vísindamaður,
Becquerel að nafni, en síðan var þeim haldið áfram
af frú Curie og fleirum, eins og kunnugt er orðið.
Það hefir verið ritað talsvert á íslensku um þessar
rannsóknir, og fer jeg því hjer fljótt yfir sögu. Að
þessu sinni er nóg að geta þess, að með þeim rann-
sóknaraðferðum, sem þekkingin á geislamögnuninni
lagði mönnum upp í hendur, fundust mörg frumefni;
sem óþekt voru áður, svo að tala frumefnanna komst
yfir hundrað.
Ef vjer leitum að orsökunum til þess, að þessi
frutnefni fundust og það í efnum, sem rannsökuð
höfðu verið áður, þá verðum vjer þess áskjmja, að
ástæðurnar til þess voru, að frumefni þessi var eigi
unt að finna með þeim aðferðum, sem efnafræðingar
voru vanir að nota. Argon og hin önnur frumefni;
sem fundust í loftinu, hafa sem sje þann eiginleika
að ganga eigi i sambönd við önnur frumefni, og
allar tilraunir til að láta þau mynda efnasambönd
hafa mistekist. Um radíum og hin önnur geisla-
mögnuðu efni er alt öðru máli að gegna. Þau ganga
mörg í efnasambönd líkt og önnur frumefni, en
orsökin til þess, að þau fundust eigi fyr, var sú, að
svo lítið er af þessum frumefnum í þeim steinefnum,
sem þau finnast í, að ekki er unt að verða þeirra