Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 31
AndvariU
Þorvaldur Thoroddsen.
27
Einkum máttu landsvæðin norður og vestur af Vatna-
jökli kallast algerlega ókunn. Sama eða því sem næst
mátti segja um hraunbreiðuna miklu, Ódáðahraun.
þjóðtrúin ein hélt uppi frægð þessara landshluta,
skapaði þar frjósamar bygðir með heilum sóknum
útilegumanna, þrátt fyrir það þótt hér sé um óbyggð-
ir einar að ræða, ein hin óvistlegustu og víðáttu-
mestu öræii landsins, grasleysur, hraun, fjallaklungur
og hina samfelldustu og stærstu roksandafláka. Svip-
að var að segja i visindalegum skilningi um þekk-
ing manna á sumum útkjálkum landsins, bæði norð-
an- og austanlands á sumum útnesjum og vestan-
lands á hinum víðáttumikla og ógreiðfæra strand-
fláka, sem kallast Hornstrendur. Yflrleitt ella voru
þó strendur landsins og byggðir sæmilega kannaðar og
uppdrættir af þeim i lagi; hafði þetta verk verið unnið
bæði af Birni Gunnlaugssyni og nokkurum dönskum
landmælingamönnum, einkum Frisak og Scheel, á
öndverðri 19. öld. En einnig á þessum svæðum voru
uppdrættirnir ekki alls kostar öruggir. Landlýsing ís-
lands var því ærið rannsóknarefni hverjum, er til
vildi gefast. Engu minna viðfangsefni var jarðfræði
landsins. í þessu efni hötðu að vísu nokkurir innlendra
og útlendra vísindamanna lagt fram merkan rann-
sóknaárangur í ritgerðum sínum, en svo mátti kalla, að
rannsóknir þeirra hefðu eiugöngu lotið að byggðum
eða þeim hlutum landsins, sem anðveldastir voru
yfirferðar. Þetta er ekki að undra, þegar litið er til
þess, hvílikum erfiðleikum er bundið að ferðast um
uppland íslands. Loptslagið er ákaflega hryssings-
legt og umhleypingasamt; að sumrinu skiptist á steikj-
andi sólarbiti á degi og ískuldi á nóttu annað veifið,
en hitt veifið úrkomur og þokur marga daga í senn;