Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 49
[ Andvari.
Um isaldarmenjar.
45-
er hefðu verið iiltölulega hlý, og jökullinn hefði þá
eyðst að miklu eða öllu leyti. Pegar liann skoðaði
Akureyrarbrekkuna, hafði hann tekið eftir því austur
á Langanesi og Tjörnesi, að þar voru jökulöldur,
sem háru volt um það, að eflir að aðalísöldin var
um garð gengin, þá hefði komið nýtt jökultímabil,
er jöklar landsins hefðu aukist að miklum mun, þótt
þeir óvíða liefðu náð í sjó út eins og á hinni miklu
isöld. Dr. Helgi Pjeturss sjer nú, eins og Porv.
Thoroddsen, að Akureyrarbrekkan er jökulalda, en
hann heimfærir hana til sama tímabils og síðuslu
jöklanna á Langanesi og Tjörnesi, og kallar hann
þelta tímabil Langanes-tímabilið (Langanes-stadiet)
Telur dr. Helgi sennilegt, að Akureyrarbrekkan sje
mynduð af jökli, sem fallið haíi ofan af Glerárdal.
Áður en jeg hafði lesið þessi ummæli dr. Helga,
hafði jeg einnig gert mjer í hugarlund, að Akureyrar-
brekkan væri mynduð af framburði ár og jökuls ofan af
Glerárdal, og varð það til þess, að jeg notaði nokkuð
af frístundum mínum, meðan jeg bjó á Akureyri, til
þess að leila að sönnunargögnum fyrir þessari skoðun;
en þetta fór samt á annan veg, því að athuganir
mínar komu mjer á nokkuð aðra skoðun um myndun
Akureyrarbrekkunnar.
Augljóst er það, að sjór hefir gengið mun hærra
á land en nú, er Akureyrarbrekkan var að myndast.
Og ekki er liún öll mynduð af framburði jökla.
Pess sjást greinileg merki, að sumir hlutar hrekk-
unnar eru myndaðir af árframburði.
Pannig sjest í gilinu upp af Torfunefi og þar sem
grafið hefir verið úr brekkunni þar í kring, að
brekkan á þeim stað er hlaðin upp úr hnullunga-
grjóti, sem eftir öllu útliti þess hlýtur að vera árgrjót..