Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 62
58
Um ísaldarmenjar.
[Andvari.
komist fflenn að dálítið annari niðurstöðu um hæð
þeirra sjávarmála, sem liann mældi.
Þorvaldur Thoroddsen hefir af þessum mælingum
sinum fengið glöggvasta hugmynd um afstöðu sjávar-
málanna á Vestfjörðum, og hefir hann gefið yfirlit
yfir þær skoðanir sínar. Efsta sjávarmálið, brimhjalli,
er i hjer um bil 78m hæð. Það er elst og er myndað
í lok ísaldarinnar, er Vestfirðir voru að inestu leyti
jökli huldir. Álylctun þessa dregur hann af því, að
þessar sævarmenjar sjást næstum eingöngu út á
annesjum.
Síðan fellur sjórinn tiltölulega lljótt niður á næsta
sjávarmálið, sem er i 31—41m hæð. í þessari hæð
er sjávarmálið alllengi, og hafa Vestfirðir á þessu
tímabili haft litlu meiri jökla en nú, síðan hefir
sjórinn lækkað smált og smátt niður að núverandi
sjávarmáli, og eru allmörg forn sjávarmál fyrir
neðan 31m hæð, en fremur lítið her á hverju þeirra.
í fljótu bragði getur svo virst, sem þessi sjávar-
mál komi ekki heim við þau sjávarmál, er jeg hefi
áður talað um, að væri hjá Akureyri, en við nánari
athugun virðist mjer líklegt, að samræmið sje dágolt.
Efsta sjávarmálið er sennilega of hátt selt hjá þor-
valdi Thoroddsen í 78m hæð; einstakar mælingar á
sjávarmálum, sem efalaust eiga við þetta sjávarmál,
eru í ritgerðum Þ. Thoroddsens og hefir það þá
mælst 55—72m. Mjer þykir því mjög líklegt, að
þetta sjávarmál á Vestfjörðum sje hið sama og efsta
sjávarmálið á Akureyri sem fellur saman við þann
tíma, er jökullinn náði lengst út, jeg hefi sell þetta
sjávarmál í hjer um bil GOm hæð, en þó getur verið,
að sjórinn um tíma hafi náð upp í 70m liæð.
Ályktun Thoroddsens, að þetta sjávarmál á Vest-