Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 180
176
Dómaskipunin.
[Andvari.
árlega lcomið fyrir Hæstarjett en yfirrjeltinn síðustu
æfiár hans, síðara Hæstarjettarárið jafnvel ekki meira
en þriðjungur, að svokölluðum útivistardómum frá-
töldum.
Er þetta sjerstaklega mikill brestur hjer á landi,
meðan dómstigin eru að eins 2, og ekki betur búið
um lægra dómstigið en hjer er. Maður hefir ef til
vill lagt mikinn tíma, mikið fje og mörg önnur
óþægindi í mál sitt í hjeraði, fær þar dóm, sem
hann getur með engu móti unað, en hefir engin tök
á að skjóta málinu lengra. I slíkum föllum hefði
betur verið um kyrt setið en af stað farið.
Úr þessu mætti að vísu bæta á fleiri en einn hátt,
t. d. með því að ríkissjóður hlypi undir kostnaðar-
baggann. En eptir óvinsældum svokallaðrar gjaf-
sóknar er það naumast ráðgerandi.
Það er þvi sizt óeðlilegt, þótt »óskriptlærðir«, sem
sjá, hve málflutningur fyrir Hæstarjetli er dýr og
hve Hæstirjettur kostar ríkissjóð mikið í samanburði
við yfirrjettinn áður, en málafjöldinn þó miklu minni,
hafi látið sjer hugkvæmast, að breyta mætti Hæsta-
rjeltarlögunum, sem sennilega voru sett af fullmikl-
um flýti. Sumir hafa ef til vill líka lialdið, að dóm-
ararnir notuðu tómstundirnar til að vleggja kabalan
og tesa y>regjaraa, og að finna mætti starfskröptum
þeirra fullt svo holl og þjóðnýt viðfangsefni.
Við þetta Ijós, ljós góðs og að nokkru leyti rjett-
mæts tilgangs, vil jeg líta á þær breytingauppástungur,
sem komið hafa fram á Alþingi.
Önnur tillagan fer því fram að sameina dómstörfin
í Hæstarjetti og lagakennsluna við Háskólann, jafn-
óðum og embættin losna, en setja til bráðabirgða