Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 135
Andvari].
Bókasöí'n og þjóömenning.
131
starfsmenn safnsins geta hæglega haft gætur á gest-
um til eftirlits.
Sum slærðarsöfn, jafnvel yfir 100 þús. binda, skipa
öllum bókum sínum niður á þessa leið til afnota
almenningi. Öðrum er það ekki kleift sökum rúm-
leysis, en setja þá í opnar hillur bækur eftir föngum;
t. d. eru í bókasafninu í Boston 200 þús. og í Brooklyn
60 þús. binda, sem látin eru standa í opnum hillum.
í flestum öðrum stærri bókasöfnum er safnið í opnu
hillunum nálægt 20 þús. binda. í minni bókasöfnum
eru allar bækur í opnum hillum eða eins margar og
unnt er. Sama máli gegnir um bókasöfn útibúanna,
og er opnum hillum þeirra annaðhvort hagað eins
og í böfuðbókasöfnunum, sem nú var lýst, eða þær
settar eins ög geislar í hálfhring út frá útláns-
afgreiðslunni, sem þá er miðdepill. Þelta létlir eftirlitið.
Hér á við að nefna tilbreytni þá, sem forstöðu-
maðurinn í Providence-safninu á Rhode Island, W.
E. Foster, tók upp fyrir 25 árum og síðan beíir
baldizt. Hann stofnaði deild í sáfninu, sem bann
kallaði »fyrirmyndar-deildina«. Rar er vitanlega að
finna úrval heimsbókmenntanna. En ekki nóg með
{>að; Jrar er og að finna beztu útgáfur og bezta band
og frágang, sem unnt er að fá. Engar þeirra má
lána út; í stað þeirra má fá önnur einlök úr böfuð-
bókasafninu. Öll þessi deild er og að allri lilbögun
og þægindum sannkölluð fyrirmynd. Það er ekki
auðvelt að segja, hve mikið gott hefir leitt af þessari
deild í leiðbeiningu til smekkvísi og vandfýsi um
lestur. En vel er af látið, og er þá mikið sagt, því
að ameríkskir bókaverðir eru kröfuharðir við sjálfa
sig og gera sig ekki ánægða ineð lítinn árangur.
Fað er nú auðsælt, að aðferð þessi, sem lýsir sér