Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 205
AndVari].
Mannkynbætur.
201
ömmu o. s. frv., ef ekki hafa orðið samgiftingar í
æltunum á því bili. Alt sem miðar að þvi að menn-
irnír séu metnir að verðleikum, eftir eðli sínu og
athöfnum, fremur en falsgyllingum, miðar til mann-
kynbóta, því að álitið ræður miklu um makavalið.
Mikið er komið undir því, að efnilegt ungt fólk nái
að kynnast, þvi að sá getur betur valið, sem um
margt á að velja. Að öllu þessu má vinna af frjáls-
um vilja sínum.
En löggjöf og stjórn þjóðfélagsins getur og gert
margl til mannkynbóta beinlinis og óbeinlínis og
gerir margt til kynspella með fávizku sinni. Það
miðar t. d. til kynspella, ef kjör þeirra manna, er
aðallega leggja stund á andlega vinnu, eru svo ill, að
þeir verða að giftast seint og þá að takmarka barna-
fjöldann fyrir fátæklar sakir. Pað mundi miða til
kynspella, ef allir ónyljungar þjóðfélagsins fengju
sama kaup og afreksmenn, og ættu því jafnauðvelt
með að fleyta fjölskyldu sinni. Pað miðar til kyn-
spella, ef inn i iandið ílyzt alls konar rusláralýður,
ver ættaður en þeir, sem fyrir eru. Við þetla eiga t.
d. Bandaríkjamenn að stríða. En hér er ekki ráðrúm
til að líta á ýmsar greinir löggjafar og þjóðfélags-
skipulags, er hafa áhrif á það til góðs eða ills, hvernig
kynstofninn breytist. Aðalatriðið er, að þeir sem
mestu rúða um löggjöf og skipulag þjóðfélagsins
læri að meta hvert lagaákvæði og skipulagsatriði
eftir þvf hvort það styður að kynbótum eða kyn-
spellum og hagi sér þar eftir. Pví að ef ættareðlið
spillist, þá eitrast þar með og gruggast sjálf upp-
sprelta mannkostanna, er allar framfarir mannfélags-
ins streyma frá, og allar ráðstafanir til að bæta upp-
eldið og, f stuttu máli, hin ytri kjörin koma að því