Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 38
34
Porvaldur Thoroddsen.
[Amlvari.
handbókum útlendum og almennum íræðslubókum
en áður var. Jafnframt var Þorvaldur jafnan á verði
fyrir landsins hönd til leiðbeiningar útlendingum og
til leiðréltingar missögnum manna um land og þjóð.
Lúta að þessu ritdómar hans, hinn mesti fjöldi, sem
jafnan birtust í útlendum blöðum og tímaritum um
útlendar bækur, er lutu að jarðfræði eða landfræði
íslands, eða almennar ferðabækur þaðan yfirleitt.
Porvaldur settist að í Kaupmannahöfn árið 1895
fyrir fullt og allt, og var ferðum hans lokið hér á
landi árið 1898, sem fyrr er sagt. Vafalaust hafa hin
ágætu bóka- og nátlúrugripasöfn, sem þar er að
finna, valdið því, að hann tók þar bólfestu. Gat
hann nú í næði unnið að ritstörfum og birl mönn-
um árangur rannsókna sinna. Var hann svo settur,
að hann gat lifað áhyggjulausu lífi og sinnt þvi einu,
er hugur hans stóð til. Hafði alþingi bæði vikizt
skörulega undir eftirlaunabeiðni lians og ríkissjóður
Dana lagt honum góðan styrk til vísindaiðkana. Hér
við bættist það, að Þorvaldur var sjálfur vel fjáður
maður, eftir því sem gerist um íslendinga. Hann
hafði áriö 1887 gengið að eiga Þóru, dóttur Péturs
byskups Péturssonar, stórauðugs manns. Var það og
enn mikill styrkur Þorvaldi að ýmsu leyli á vísinda-
braut hans, að Pétur byskup var kunnugur ýmsu
stórmenni í Danmörku og allra íslendinga mest
metinn þar um sína daga.
Eftir að Þorvaldur var til fulls leystur frá kennslu-
störfum, gat hann helgað krafta sína óskipta vísind-
unum. Gerðist hann nú einn hinn mikilvirkasti rit-
höfundur, sem ísland hefir nokkurn tíma alið. Er
sumt rita hans áður talið. Hér má enn nefna »Land-
skjálftar á íslandi« (1899 og 1905), sem að nokkuru