Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 173
Andvari].
Dómaskipunin.
169
fullmikið gert að því að ljúka þessum málum án
dóms, hvort heldur litið er til hagsmuna sökunauts,
sem þá ekki getur fengið málstað sinn endurskoðaðan
í æðra rjetti, eða til öryggis almennings.
Enn vil jeg geta þess í þessu sambandi, að mjer
finnst tæpast mega verða lengri dráttur á endurskoðun
tilsk. 25. júní 1869 um afplánun fjesekta í öðrum
málum en sakamálum. Eins og kunnugt er, þá eru
sektir yfirleitt ekki innheimtar, sjeu þær ekki góðfús-
lega greiddar, heldur er maðurinn látinn afplána
sektina. Eptir gömlu tilskipuninni afplánar maður
fyrstu 20 krónurnar í einföldu fangelsi á 10 dögum,
næstu 30 krónurnar á öðrum 10 dögum og svo áfram
hverjar 5 kr. með 1 dags fangelsi. Maður, sem aíplána
ætti 10000 kr. sekt, yrði þannig að verja til þess
rúmlega 5*/* ári af æfi sinni. Það er útkoma, sem
þjóðarheildinni væri sennilega ekki mikið hallkvæmari
en einstaklingnum, sem fyrir þessu yrði. —
Samkvæmt frainansögðu framtali hefir tala dóms-
mála í Reykjavík, að slepptum alm. lögreglumálum,
sem ekki voru dæmd, á nefndum 15 árum, orðið um 77
til uppjafnaðar árlega og utan Reykjavíknr alls um 90
eða um 5 árlega á hjerað, væri jafnt skipt milli þeirra.
í landsyfirrjetlinum voru árin 1917 —19 að meðal-
tali dæmd um 67 mál á ári, en í Hœstarjetli voru
34 mál dæmd 1920 og 26 mál 1921.
Sumum kann nú að virðast svo, sem það standi
eigi á miklu, hversu fari um jafnfá mál, og það því
fremur sem mörg málanna kunna að virðast fremur
lítils virði frá »almennu sjónarmiði«. En sem betur
fer, hefir löggjafinn eigi látið stjórnazt af jafnskamm-
sýnni skoðun. Það sjest á framlögum hans til Hæsta-