Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 122
118
Bókasöfn og þjóðmenning.
(AndvarK
eru því greiðari til þess að sameina söfnin. Að þessu
styðja og hinar stórkostlegu gjafir til safna í Ameriku.
Amerikskum útibússöfnum má yíirleitt skipta í þrjá
höfuðflokka.
1) Eiginlegt útibússafn (branch-library).
2) Útlánsútibú með bókasafni (deposit station).
3) Útlánsútibú án safns (delivery station).
í fyrsta flokkinum eru eiginleg söfn með deildum
til útlána, handbókasafni, barnabókasafni og lestrar-
sal, aiveg eins og höfuðbókasafnið, með sérstökum
starfsmönnum í deildunum. Pótt eiginlegt útibússafn
sé að vissu leyti undir höfuðbókasafninu, þá er það
samt sem áður sjálfstætt gagnvart almenningi, hefir
umferðarsöfn, fyrirlestrasal og fyrirlestrahald o. s.
frv., hefir með öðrum orðum svipaða stöðu sem
póstafgreiðsla eða pósthús gagnvart höfuðpósthúsi.
Bindatala slíks útibússafns er mjög misjöfn. Ef hand-
bókasafn er frá skilið og tímarit, en það er ekki lánað
út, þá nemur safn það, sem ætlað er til útlána frá
500 upp í 40 þús. binda, allt eftir legu safnsins, íbúa-
tölu bverfisins og efnahag safnins. Hæfileg bindatala
er talin 10 til 20 eða bæst 25 þús. Útibússafnið hefir
stöðugt samband við höfuðbókasafnið bæði með sím-
um og sérstökum sendimönnum; það fær þar léðar
allar þær bækur, sem það þarf með og á ekki sjálft.
En það befir og samband við öll hin útibúin. Svo
gott skipulag er á slíkum kerfum, að víðast geta
menn t. d. fengið léða bók 1 höfuðbókasafninu og
skilað henni í eitt útibúanna, eða í einu útibúanna
og skilað í öðru eða á höfuðsafninu. Allt er miðað
við þægindi notandanna. Venjulega eru útibúin opin
6—12 klst. á dag.
í öðrum flokkinum , fara að eins fram útlán, og er