Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 133
Aiulvari].
Bókasöfn og þjóðmenning.
129
spjöld þingbókasafnsins um bækur, sem þau eiga
líka, og raða þeim jafnharðan upp í spjaldskrá
sjálfra þeirra; spara þau með þessu bæði vinnu
og peninga. Spjöld þingbókasafnsins eru fyrirmynd
að nákvæmni og fullkomleika. Verðið er mjög lágt,
lí cenls á spjaldið. Og þó er langt frá því, að þing-
bókasafnið tapi á þessu, heldur græðir það miklu
fremur. Nálægt 1800 stofnanir og einstakir menn
voru áskrifendur að spjöldum þess árið 1912—13,
að meira eða minna leyti, og söluverð þeirra nam
þá 48 þús. dollara.
En Amerikusöfnin láta sér ekki nægja þessa fyrir-
niyndarskrásetning í þágu almennings. Á ýmsan annan
hátt er mönnum leiðbeint. Á vorum t. d. eru samdar
og látnar liggja frammi til afnota almenningi skrár
um ril lútandi að garðhirðingu, á vetrum um
íþróttir að velrarlagi o. s. frv. Þegar hugvitsmaður
hefir gert mikilsverðan fund, er gerð skrá um rit,
er varða skyld efni. Ef ræða á mikilsvert atriði á
bæjarstjórnarfundi, er saman skrá rila, sem það
varða o. s. frv.
Hvert spjald hefir að geyma höfundarnafn, titil
bókar, hrot, blaðsiðutal, prentár og prentstað. Stund-
uin er auk þess skýrt nánara frá efni bókarinnar og
frá höfundinum eða tilfærð ummæli merkra ritdóm-
anda um bókina. Þetta er vitanlega mikil leiðbeining
almenningi og til mikils tímasparnaðar notöndum.
Það þarf ekki að taka það fram, að slík skrásetn-
ingarvinna, eins og hún er af höndum leyst í Ame-
riku, eykur mjög vinnu og útgjöld bókasafnanna.
En þjóðarandinn er sá veslra, að allir hafa ást á
söfnunum og leggja rækt við þau; einstaklingar leggja
þeiin stórgjafir, og ríki, sveitar- og bæjarfélög styðja