Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 28
24
Þorvaldur Thoroddsen.
lAndvari.
henni fáum við sannarlega alt of mikið án þess, því að, að
honum alveg ólöstuðum, þá hefir hann heldur gott lag á
að rita langt og oft um sama efni, án tilsvarandi árangurs
fyrir harðþjáða lesendur; hann hefir og gott lag á að koma
ritgerðum um ferðir sínar inn í útlend tímarit, oft ritgerð
um sömu ferðina i mörg timarit eða dagbiöð, og það venju-
lega þau, sem borga hvað bezt ritgerðir. Hann hefir jafn-
vel gott lag á að rita kann ske 10 ritgerðir í 10 tímarit eða
blöð um sömu ferðina, og breyta þá lítið eitt til um lengd
og búning. Mun þetta vera svo arðsamur ritsamningariðn-
aður, að óþarft er, að landssjóður veiti verðlaun fyrir. Eg
segi honum þetta alls ekki til lasts, heldur þvert á móti
til lofsemdar fyrir hagsýni hans. En það er líkt því, sem
maður segir, að sjóða 10 sinnum súpu af sama spaðbitanum,
og þá finnst mér ekki ástæða til fyrir þingið að veita mikið
fé af landssjóði til þess að hann geti soðið elleftu þynn-
inguna, sem kann ske yrði þá nokkuð hómópatisk«').
Svipuð voru ummæli sumra annarra þingmanna.
Sumir óttuðust, að hann fengi ekki rækt kennslu-
störf sín, ekki fylgzt með í fræðigreinum sínum, vegna
þessara rannsókna sinna. Aðrir töldu óþarft að veita
styrk til að flytja »grjót« út úr landinu o. s. frv. Sumir
vildu þá veita honum styrk til þess að fara utan og
taka próf í náttúruvísindum (I) og töldu það skemmti-
legra lærisveinum hans. þroskastig þingmanna þá sjá
menn ljóslega af Alþingistíðindum.
Um þessar mundir var Porvaldur orðinn nafn-
kunnur maður utanlands í vísindaheiminum, því að
margar ritgerðír hafði hann birt í útlendum ritum
(blöðum og vísindalegum tímaritum) hin síðari árin,
einkum um ferðir sínar og árangur þeirra. Vinir þor-
valds utanlands töldu það hinn mesta óleik náttúru-
vísindum íslands, ef þorvaldur neyddist til þess að
leggja niður rannsóknarferðir sínar sökum fjárskorts,
1) Alþingistíðimli 18S5, ii, 1055,—57. dálkur.